Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum heyrum við í barnamálaráðherra sem boðar breytingar á lögum um leikskóla og jafnvel lengingu á fæðingarorlofi. Foreldrar leikskólabarna í Reykjavík stóðu fyrir mótmælum í Ráðhúsinu í dag vegna skorts á leikskólaplássum.

Putin Rússlandsforseti reynir að sannfæra Xi Jingping forseta Kína um að styðja Rússa hernaðarlega í innrás þeirra í Úkraínu. Kínaforseti hefur hins vegar ekki minnst á slíkan stuðning á fyrsta formlega degi sínum í þriggja daga opinberri heimsókn hans til Rússlands.

Nítján af tuttugu og fimm sakborningum í árásarmálinu á klúbbi í Bankastræti neituðu allir sök þegar þeir streymdu í þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Við greinum frá miklum mun á verði á kjúklingi í verslunum og greinum frá því hvaðan fylgið kemur til flokkanna í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×