Ráðstefnan hefst í Kaldalóni í Hörpu klukkan 13:00 í dag með ávarpi frá Lilju Dögg Alfreðsdóttur ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í kjölfarið flytja þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Jane Stacey, yfirmaður ferðamála hjá OECD og Grímur Sæmundsson, forstjóri Bláa lónsins, framsöguerindi. Þá munu Samtök ferðaþjónustunnar kynna nýtt mælaborð sem sýnir áhrif ferðaþjónustu á nærsamfélög um allt land.
Í lok fundarins verða svo pallborðsumræður um verðmætin í ferðaþjónustunni. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri, Svanbjörn Thoroddsen, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG, og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs Icelandair, taka þátt í umræðunum en Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans stýrir pallborðinu.
Hér fyrir neðan má sjá beint streymi frá ráðstefnunni.