Hjartað á réttum stað í mannréttindum Eva Einarsdóttir skrifar 21. mars 2023 13:30 Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International þar sem m.a. verður kynnt ný ársskýrsla samtakanna. Þegar horft er í baksýnisspegilinn kemur fyrst upp í hugann að í byrjun síðasta árs var heimurinn enn að berjast við heimsfaraldur sem hafði víðtæk áhrif á réttindi fólks, svo sem tjáningarfrelsi og ferðafrelsi sem og auðvitað heilsu. Í febrúar gerðist svo það sem maður sá ekki fyrir, innrás Rússlands í Úkraínu. Snemma árs gaf Amnesty International út ítarlega skýrslu um aðskilnaðarstefnu Ísraels og hryllilegar aðgerðir gegn palestínsku fólki: umfangsmiklar landtökur og eignarnám, ólögmæt dráp, þvingaða brottflutninga, verulega skerðingu á ferðafrelsi og þess að fólki sé synjað um ríkisfang eða ríkisborgararétt. Skýrslan hlaut mikla umfjöllun bæði i fjölmiðlum og innan alþjóðasamfélagsins, svo sem innan alþjóðadómstólsins í Haag. Alþjóðadagur öruggs þungunarrofs er ár hvert28. september. Á þeim degi er sjálfræði yfir eigin líkama fagnað og vakin athygli á því að réttur til þungunarrofs er víða takmarkaður. Það er því miður alltof ströng löggjöf í mörgum löndum gegn sjálfsákvörðunarvaldi fólks til þungunarrofs. Ekki þarf að leita lengra en til Færeyja, þar sem þungunarrofslög eru með þeim ströngustu sem þekkjast í Evrópu. Í ár mun Amnesty International meðal annars beita sér fyrir því að þessum lögum verði breytt. Við heyrum daglega neikvæðar fréttir í fjölmiðlum en það er mikilvægt bæði fyrir okkur sem störfum fyrir hreyfinguna og einnig fyrir ykkur sem styðjið við starfið, bæði fjárhagslega og með gjörðum, að heyra af öllum þeim sigrum sem nást. Árið 2022 náðist heilmikið fram: fólk sem sætti ólögmætri fangelsisvist fékk frelsi á ný, gerendur mannréttindabrota voru látnir sæta ábyrgð, mikilvægar ályktanir voru samþykktar á alþjóðavettvangi og umbætur á löggjöf áttu sér stað í ýmsum löndum. Afnám dauðarefsingarinnar á heimsvísu hélt áfram að mjakast í rétta átt og einnig urðu framfarir á sviði kvenréttinda og hinsegin fólks. Þrátt fyrir góðar fréttir frá hinum ýmsu löndum hefur Amnesty International greint bakslag í ýmsum málaflokkum. Skertari réttindi hinsegin fólks, sýnilegri rasismi, bann við þungunarrofi, mannréttindabrot í stríðshrjáðum löndum og aukinn fjöldi flóttafólks minnir okkur á af hverju það er mikilvægt að við sameinumst sem flest í að standa vörð um mannréttindi. Íslandsdeild Amnesty International heldur úti öflugu fræðslustarfi og það gera fjölmörg önnur samtök sem starfa í þágu mannréttinda. Skólar, samtök, stofnanir og fyrirtæki geta óskað eftir slíkri fræðslu og eins er heimasíða deildarinnar með víðtækt fræðsluefni. Það var ánægjulegt í lok ársins 2022 þegar Íslandsdeild Amnesty náði markmiði sínu í stærstu árlegu herferð samtakanna, Þitt nafn bjargar lífi, og safnaði alls 57.803 undirskriftum. Það má ýmislegt um okkur hér á Íslandi segja og margt má bæta en við erum mörg með hjartað á réttum stað þegar kemur að mannréttinda- og mannúðarmálum. Höfundur er formaður Íslandsdeildar Amnesty International. Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn kl. 17:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík. Öll velkomin.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun