Af fiskeldi og öðrum fjára – íbúalýðræði, yfirgangur og andstaða Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar 21. mars 2023 09:30 Við lygnan fjörð í djúpum dal lúrir lítill en litríkur bær austur á fjörðum..., svona hófst grein sem ég skrifaði fyrir ári, nánast upp á dag. Síðan þá hefur margt gerst en fátt breyst. Hvatinn að þeirri grein var íbúafundur sem fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hélt á Seyðisfirði. Enn á ný er hvatinn fundur, en nú sveitastjórnarfundur Múlaþings, haldinn þann 15.mars 2023. Áður en fundur sveitastjórnar Múlaþings hófst kom Jens Garðar Helgason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, á fund hennar til að kynna einhliða áform um fiskeldi á Austfjörðum. Nýlega var fjallað um aukin kaup Jens Garðars á hlut í fyrirtækinu, viku áður en bréf þess hækkuð stórlega, svo það þarf engan að undra hvers vegna Jens Garðar stendur í þessu brasi, þvert á vilja Seyðfirðinga. Í því samhengi má rifja upp að þeir sem seldu hlut í Fiskeldi Austfjarða árið 2017 eiga von á því að hagnast um heila þrjá milljarða íslenskra króna vegna framvirkra ákvæða í sölusamningi, landi fyrirtækið auknum leyfum til framleiðslu. Þeir fjármunir munu þá renna í hendur örfárra, verði sjókvíaeldi þröngvað yfir alla íbúa Seyðisfjarðar. Hagsmunirnir eru svo miklir að það eru u.þ.b. 4,5 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Sveitastjórn Múlaþings – vinna í þágu íbúa? Aftur að fundi sveitastjórnar. Þar voru á dagskrá þrjú erindi sem öll sneru á einn eða annan hátt að fyrirhuguðum áformum um fiskeldi í Seyðisfirði. Mikilvæg forsaga þessa máls er sú að sveitastjórn lét gera skoðanakönnun meðal íbúa, þar sem Seyðfirðingar voru spurðir um viðhorf sitt til opins sjókvíaeldis í firðinum. 74 prósent íbúa eru andvíg eldi í opnum sjókvíum í firðinum. 74 prósent. Það var þó ekki að heyra á meirihluta sveitastjórnar að það skipti einhverju máli. Undir lið sem bar heitið Laxeldi í Seyðisfirði bókaði meirihlutinn um að sveitarfélagið þurfi aukið skipulagsvald. Já hvað myndi þessi sveitastjórn gera með slíkt vald? Þessu var meirihlutinn spurður að og þá kom upp úr dúrnum að þau myndu líklega engu breyta. Áfram fiskeldi. Áfram „atvinnuuppbygging“. Eða hvað? Aðspurður um nákvæmar tölur yfir stöðugildi og eðli þeirra varð Jens Garðari svarafátt. Og ekki má gleyma að þessi meinta atvinnuuppbygging fiskeldisins kemur harðlega niður á atvinnuuppbyggingu á sviði ferða- og fræðslumála sem Seyðfirðingar hafa árum saman unnið að. Íbúakönnun – óheppileg niðurstaða Svo var fjallað um íbúakönnunina. Og þá heyrist aftur hin margkveðna undanbragðavísa um skort á skipulagsvaldi. Það getur verið gott að geta komist hjá því að taka afstöðu, en það gleymist þó að afstöðuleysi er í raun afstaða. Og hér er ekki verið að biðja sveitarfélagið um að taka sér vald sem það svo sannarlega hefur ekki. Það er verið að biðja það um að veita 74% Seyðfirðinga sjálfsagðan stuðning í baráttu sinni við stórfyrirtæki. Í þessu samhengi má benda á að Sveitastjórn Múlaþings hefur meðal annars lýst yfir stuðningi við Úkraínu í stríðshörmungum þeirra án þess að búa yfir nokkru valdi til að stöðva Pútín. Já svo er það heimastjórn Seyðisfjarðar. Vettvangur íbúa. Í fundargerð heimastjórnar Seyðisfjarðar frá 8.mars 2023 er eins og aðalatriði dagskrárliðarins Laxeldi í Seyðisfirði vanti einfaldlega. Einhvern veginn tókst fulltrúum stjórnarinnar að skauta algjörlega fram hjá kjarna málsins. Að Seyðfirðingar vilja ekki fiskeldi í firðinum. Hroki stórfyrirtækja Í málflutningi Jens Garðars á fundi með sveitastjórn kom margt merkilegt fram. Meðal annars dró hann upp dæmi þess að fiskeldið hefði nú komið sér fyrir í óþökk íbúa annars staðar, en eftir að fyrirtækið hafði komið sér makindalega fyrir þar hefði nú afstaða íbúa mildast. Frábær saga. Það þýðir nefnilega oft lítið að fást um orðinn hlut: yfirgang fjármagnsins með hjálp stjórnsýsluskósveina (sjá skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi). Því er skrítið að rifja upp ummæli hans á íbúafundi á Seyðisfirði fyrir rúmu ári síðan. Þar sagði hann að þetta yrði nú allt gert í sátt og samlyndi við íbúa. Nú kveður við annan tón: íbúar vissu bara ekki betur þegar þeir tóku þátt í skoðanakönnuninni – þeir hafa nefnilega orðið fyrir áróðursherferð af hálfu fámennra félagasamtaka í sjálfboðavinnu! Nýlega birtist svo viðtal í Heimildinni við Jens Garðar þar sem augljóst er að vilji íbúanna skiptir engu máli. Þar reifar hann meintar rangfærslur andstæðinga fiskeldisins og kennir meðal annars sjálfum sér um neikvætt viðhorf Seyðfirðinga, í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að óháð tæknilegum atriðum er andstaðan gild í sjálfri sér og krefst virðingar. Íbúar eiga ekki að þurfa að hengja sig í sífellt tæknilegri atriði, þeir eiga ekki að eyða heilu vikunum í að rýna gögn sem standast enga skoðun og benda á rangfærslur í máli fyrirtækja. Það eiga eftirlitsstofnanir nefnilega að gera. En þær hafa brugðist eins og ljóst er af skýrslu ríkisendurskoðunar að dæma. Það að vera andvíg áformunum er gott og gilt í sjálfu sér, og sú andstaða er ekki bara tæknilegt úrlausnaratriði sem Jens getur með hroka sínum leyst með dreifingu á minnisblaði. Íbúalýðræði fótum troðið Sem sagt, 74% Seyðfirðinga andvíg sjókvíaeldinu. 61% landsmanna. Múlaþing var stofnað með íbúalýðræði að leiðarljósi en meirihluti sveitastjórnar hefur þó ákveðið að láta það sem vind um eyru þjóta og felldi stuðningstillögu með Seyðfirðingum. Það sendir þau ótvíræðu skilaboð til íbúa að skoðanir þeirra skipti í raun og veru engu máli. Vegna þess að niðurstöður könnunarinnar ríma ekki við iðnvædda sýn meirihlutans er gert lítið úr þeim og þær jafnvel dregnar í efa, rétt eins og undirskriftalistinn sem 55% Seyðfirðinga skrifuðu nafn sitt á til að mótmæla fiskeldinu fyrir nokkrum árum. Það er áfellisdómur fyrir sveitastjórn Múlaþings að láta gera könnun en kjósa að líta fram hjá niðurstöðum hennar þegar þær ríma ekki við skoðanir meirihluta sveitastjórnar. Það er hrokafullt að ganga út frá því að andstaða Seyðfirðinga sé tæknilegt úrlausnarefni byggt á rangfærslum, þegar forsvarsmenn fiskeldisfyrirækja eru í raun þeir sem hafa orðið uppvísir að rangri upplýsingagjöf. Það er hafið yfir allan vafa að andstaðan sem ríkir gagnvart sjókvíaeldi í Seyðisfirði hefur varað lengi og er að finna hjá miklum meirihluta íbúanna. Því er alveg hreint ótrúlegt að Fiskeldi Austfjarða ætli sér, í óþökk íbúa, að vinna áfram að áformum sínum um eldi í Seyðisfirði. Margur verður af auragræðgi api. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Múlaþing Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Við lygnan fjörð í djúpum dal lúrir lítill en litríkur bær austur á fjörðum..., svona hófst grein sem ég skrifaði fyrir ári, nánast upp á dag. Síðan þá hefur margt gerst en fátt breyst. Hvatinn að þeirri grein var íbúafundur sem fyrirtækið Fiskeldi Austfjarða hélt á Seyðisfirði. Enn á ný er hvatinn fundur, en nú sveitastjórnarfundur Múlaþings, haldinn þann 15.mars 2023. Áður en fundur sveitastjórnar Múlaþings hófst kom Jens Garðar Helgason, forsvarsmaður Fiskeldis Austfjarða, á fund hennar til að kynna einhliða áform um fiskeldi á Austfjörðum. Nýlega var fjallað um aukin kaup Jens Garðars á hlut í fyrirtækinu, viku áður en bréf þess hækkuð stórlega, svo það þarf engan að undra hvers vegna Jens Garðar stendur í þessu brasi, þvert á vilja Seyðfirðinga. Í því samhengi má rifja upp að þeir sem seldu hlut í Fiskeldi Austfjarða árið 2017 eiga von á því að hagnast um heila þrjá milljarða íslenskra króna vegna framvirkra ákvæða í sölusamningi, landi fyrirtækið auknum leyfum til framleiðslu. Þeir fjármunir munu þá renna í hendur örfárra, verði sjókvíaeldi þröngvað yfir alla íbúa Seyðisfjarðar. Hagsmunirnir eru svo miklir að það eru u.þ.b. 4,5 milljónir á hvern íbúa Seyðisfjarðar. Sveitastjórn Múlaþings – vinna í þágu íbúa? Aftur að fundi sveitastjórnar. Þar voru á dagskrá þrjú erindi sem öll sneru á einn eða annan hátt að fyrirhuguðum áformum um fiskeldi í Seyðisfirði. Mikilvæg forsaga þessa máls er sú að sveitastjórn lét gera skoðanakönnun meðal íbúa, þar sem Seyðfirðingar voru spurðir um viðhorf sitt til opins sjókvíaeldis í firðinum. 74 prósent íbúa eru andvíg eldi í opnum sjókvíum í firðinum. 74 prósent. Það var þó ekki að heyra á meirihluta sveitastjórnar að það skipti einhverju máli. Undir lið sem bar heitið Laxeldi í Seyðisfirði bókaði meirihlutinn um að sveitarfélagið þurfi aukið skipulagsvald. Já hvað myndi þessi sveitastjórn gera með slíkt vald? Þessu var meirihlutinn spurður að og þá kom upp úr dúrnum að þau myndu líklega engu breyta. Áfram fiskeldi. Áfram „atvinnuuppbygging“. Eða hvað? Aðspurður um nákvæmar tölur yfir stöðugildi og eðli þeirra varð Jens Garðari svarafátt. Og ekki má gleyma að þessi meinta atvinnuuppbygging fiskeldisins kemur harðlega niður á atvinnuuppbyggingu á sviði ferða- og fræðslumála sem Seyðfirðingar hafa árum saman unnið að. Íbúakönnun – óheppileg niðurstaða Svo var fjallað um íbúakönnunina. Og þá heyrist aftur hin margkveðna undanbragðavísa um skort á skipulagsvaldi. Það getur verið gott að geta komist hjá því að taka afstöðu, en það gleymist þó að afstöðuleysi er í raun afstaða. Og hér er ekki verið að biðja sveitarfélagið um að taka sér vald sem það svo sannarlega hefur ekki. Það er verið að biðja það um að veita 74% Seyðfirðinga sjálfsagðan stuðning í baráttu sinni við stórfyrirtæki. Í þessu samhengi má benda á að Sveitastjórn Múlaþings hefur meðal annars lýst yfir stuðningi við Úkraínu í stríðshörmungum þeirra án þess að búa yfir nokkru valdi til að stöðva Pútín. Já svo er það heimastjórn Seyðisfjarðar. Vettvangur íbúa. Í fundargerð heimastjórnar Seyðisfjarðar frá 8.mars 2023 er eins og aðalatriði dagskrárliðarins Laxeldi í Seyðisfirði vanti einfaldlega. Einhvern veginn tókst fulltrúum stjórnarinnar að skauta algjörlega fram hjá kjarna málsins. Að Seyðfirðingar vilja ekki fiskeldi í firðinum. Hroki stórfyrirtækja Í málflutningi Jens Garðars á fundi með sveitastjórn kom margt merkilegt fram. Meðal annars dró hann upp dæmi þess að fiskeldið hefði nú komið sér fyrir í óþökk íbúa annars staðar, en eftir að fyrirtækið hafði komið sér makindalega fyrir þar hefði nú afstaða íbúa mildast. Frábær saga. Það þýðir nefnilega oft lítið að fást um orðinn hlut: yfirgang fjármagnsins með hjálp stjórnsýsluskósveina (sjá skýrslu ríkisendurskoðunar um sjókvíaeldi). Því er skrítið að rifja upp ummæli hans á íbúafundi á Seyðisfirði fyrir rúmu ári síðan. Þar sagði hann að þetta yrði nú allt gert í sátt og samlyndi við íbúa. Nú kveður við annan tón: íbúar vissu bara ekki betur þegar þeir tóku þátt í skoðanakönnuninni – þeir hafa nefnilega orðið fyrir áróðursherferð af hálfu fámennra félagasamtaka í sjálfboðavinnu! Nýlega birtist svo viðtal í Heimildinni við Jens Garðar þar sem augljóst er að vilji íbúanna skiptir engu máli. Þar reifar hann meintar rangfærslur andstæðinga fiskeldisins og kennir meðal annars sjálfum sér um neikvætt viðhorf Seyðfirðinga, í stað þess að horfast í augu við þá staðreynd að óháð tæknilegum atriðum er andstaðan gild í sjálfri sér og krefst virðingar. Íbúar eiga ekki að þurfa að hengja sig í sífellt tæknilegri atriði, þeir eiga ekki að eyða heilu vikunum í að rýna gögn sem standast enga skoðun og benda á rangfærslur í máli fyrirtækja. Það eiga eftirlitsstofnanir nefnilega að gera. En þær hafa brugðist eins og ljóst er af skýrslu ríkisendurskoðunar að dæma. Það að vera andvíg áformunum er gott og gilt í sjálfu sér, og sú andstaða er ekki bara tæknilegt úrlausnaratriði sem Jens getur með hroka sínum leyst með dreifingu á minnisblaði. Íbúalýðræði fótum troðið Sem sagt, 74% Seyðfirðinga andvíg sjókvíaeldinu. 61% landsmanna. Múlaþing var stofnað með íbúalýðræði að leiðarljósi en meirihluti sveitastjórnar hefur þó ákveðið að láta það sem vind um eyru þjóta og felldi stuðningstillögu með Seyðfirðingum. Það sendir þau ótvíræðu skilaboð til íbúa að skoðanir þeirra skipti í raun og veru engu máli. Vegna þess að niðurstöður könnunarinnar ríma ekki við iðnvædda sýn meirihlutans er gert lítið úr þeim og þær jafnvel dregnar í efa, rétt eins og undirskriftalistinn sem 55% Seyðfirðinga skrifuðu nafn sitt á til að mótmæla fiskeldinu fyrir nokkrum árum. Það er áfellisdómur fyrir sveitastjórn Múlaþings að láta gera könnun en kjósa að líta fram hjá niðurstöðum hennar þegar þær ríma ekki við skoðanir meirihluta sveitastjórnar. Það er hrokafullt að ganga út frá því að andstaða Seyðfirðinga sé tæknilegt úrlausnarefni byggt á rangfærslum, þegar forsvarsmenn fiskeldisfyrirækja eru í raun þeir sem hafa orðið uppvísir að rangri upplýsingagjöf. Það er hafið yfir allan vafa að andstaðan sem ríkir gagnvart sjókvíaeldi í Seyðisfirði hefur varað lengi og er að finna hjá miklum meirihluta íbúanna. Því er alveg hreint ótrúlegt að Fiskeldi Austfjarða ætli sér, í óþökk íbúa, að vinna áfram að áformum sínum um eldi í Seyðisfirði. Margur verður af auragræðgi api. Höfundur er íbúi á Seyðisfirði og sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar