Hvernig er þín hamingja? Hrund Apríl Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2023 17:01 Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi dagur hamingjunnar er 20. mars, en þennan dag hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað hamingjunni, með það að markmiði að beina sjónum að mikilvægi hamingju fólks um allan heim. Með því að veita hamingjunni sérstaka athygli vilja Sameinuðu þjóðirnar jafnframt kalla eftir því að þjóðir heims leitist við að beita réttlátri nálgun í hagvexti sem stuðlar að hamingju og vellíðan allra þjóða. Árlega gefa Sameinuðu þjóðirnar út „World Happiness Report“ eða heimshamingju skýrslu á þessum degi þar sem fjallað er um hvernig hamingja þrífst og dafnar um víða veröld. Hamingjan er hreyfiafl í samfélaginu sem byrjar hjá einstaklingnum þó svo ytri aðstæður hafi vissulega einhver áhrif þar á, eins og öruggt og réttlátt samfélag. Við skiljum hamingjuna hver á sinn hátt, en það er veigamikið fyrir velferð okkar og vellíðan að bera kennsl á það hvernig okkar eigin hamingja er. Fyrir einhverja er hamingjan það að hvíla sáttur í eigin skinni eða búa yfir jafnvægi og hugarró í öldugangi lífsins. Hamingja nágrannans lítur kannski allt öðruvísi út þar sem það eru jákvæð tengsl, hreyfing, að fræðast eða upplifa sem er hans hamingja eða eitthvað allt annað? En lukkan er að þekkja sína eigin hamingju og velta því fyrir sér hvernig á að halda henni við, hvernig þarf að hlúa að henni, hvar vex hún best og fyrir hverju er hún viðkvæm. Þessi dagur er tilvalinn til að skoða hvernig eigin hamingja lítur út, ná á henni taki og ekki sleppa, sama hvað.H Höfundur er formaður félags um jákvæða sálfræði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar