Teitur segir Basile bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rökstyðja það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 23:31 Basile hefur verið hreint út sagt magnaður í liði Njarðvíkur á leiktíðinni. Vísir/Bára Dröfn „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. „Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira
„Framlengingin“ virkar þannig að Kjartan Atli Kjartansson spyr sérfræðinga sína – Teit Örlygsson og Hermann Hauksson að þessu sinni – spurninga sem hægt verður að svara og rökræða í 60 sekúndur áður en farið verður yfir í næsta lið. Fyrsta spurning: Er Keyshawn Woods [Tindastóll] leikmaður sem hentar úrslitakeppni? „Já ég held það,“ sagði Teitur einfaldlega. Ástæðan er sú að „hann getur spilað á fullum hraða í 40 mínútur“ og svo „er mjög erfitt að dekka hann.“ Hermann tók í sama streng. Önnur spurning: Hilmar Smári og Giga [Haukar] eða Sigtryggur Arnar og Drungilas [Tindastóll]? Eftir að hugsa sig vel um svaraði Hermann loks: „Eins og staðan er í dag þá myndi ég taka Hilmar og Giga. Búnir að sýna meiri stöðugleika en hinir tveir. Finnst sú tvenna heilla mig á þessu augnabliki. Þetta er ofboðslega erfið spurning.“ „Ég myndi eiginlega taka Giga og Drungilas og fara á barinn með þá,“ sagði Teitur í léttu gríni. Þriðja spurning: Hvaða lið missir af úrslitakeppninni? „Höttur er í fallbaráttu þó liðið eigi enn séns,“ sagði Kjartan Atli áður en sérfræðingarnir fengu að segja sína skoðun. Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir. Staðan í deildinni.Körfuboltakvöld Fjórða spurning: Hver er BLT [Besti leikmaður tímabilsins]? „Ég segi Dedrick Basile. Ég þarf ekkert að rökstyðja það, hann er búinn að vera frá fyrsta leik besti leikmaðurinn í deildinni,“ sagði Teitur. „Fyrir nokkrum leikjum hefði ég sagt Kári en ég er mjög mikið sammála með Basile. Er í liði sem er á toppnum og búinn að vera frábær. Búinn að vera vinna leikina fyrir Njarðvík,“ bætti Hermann við. Fimmta spurning: Hvað skiptir máli á þessu stigi keppninnar? Að lokum vildi Kjartan Atli vita hvort lið væru í alvöru að fórna sigrum á þessum tímapunkti til að reyna fá ákveðin lið í úrslitakeppninni eða hvort þau væru að gíra sig upp með sigrum til að koma á fleygiferð inn í úrslitakeppnina. Svör sérfræðinganna við síðustu spurningunni sem og öllum hinum má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Teitur segir Basile bestan í vetur: Ég þarf ekkert að rökstyðja það
Körfubolti Körfuboltakvöld Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Sjá meira