Líkamsleifar pilts grafnar upp vegna Murdaugh-málsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2023 07:47 Murdaugh var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni og syni. AP/The Post And Courier/Andrew J. Whitaker Til stendur að grafa upp líkamsleifar Stephen Smith, sem var 19 ára þegar hann fannst látinn á sveitavegi nærri Moselle, heimili lögmannsins Alex Murdaugh. Fyrir tveimur vikum var Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt son sinn og eiginkonu. „Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
„Þetta er árið hans Stephens,“ sagði móðir hans Sandy Smith í samtali við NBC News. Þá þakkaði hún þeim sem styrktu hana á GoFundMe, þar sem hún safnaði fyrir því að láta grafa upp líkamsleifar sonar síns. Andlát Smith hefur löngum þótt grunsamlegt en þegar hann fannst látinn fyrir sex árum voru áverkar á líkinu sem virtust benda til þess að hann hefði þurft að verja sig frá árás. Meinafræðingurinn í málinu úrskurðaði hins vegar að Smith hefði látist eftir að hafa fengið hliðarspegil bifreiðar í höfuðið. The body of Stephen Smith, who died on a country road not far from the Murdaugh home, is to be exhumed, his family announced. https://t.co/wf9cixszZn— CBS News (@CBSNews) March 17, 2023 Lögregla ákvað að opna aftur rannsókn málsins eftir að Murdaugh var handtekinn, grunaður um að hafa orðið eiginkonu sinni, hinni 52 ára Maggie, og syni sínum, hinum 22 ára Paul, að bana. Ný sönnunargögn voru sögð hafa komið fram við rannsókn morðanna. Skömmu eftir að Smith fannst látinn bárust lögreglu ábendingar um að annar sonur Murdaugh, Buster, hefði haft eitthvað með málið að gera. Buster og Smith útskrifuðust úr sama skóla árið 2014 og þá var því haldið fram að þeir hefðu átt í ástarsambandi. Önnur grunsamleg dauðsföll tengd Murdaugh fjölskyldunni verða einnig skoðuð nánar. Til að mynda hefur lögregla greint frá því að til standi að grafa upp líkamsleifar ráðskonunnar Gloriu Satterfield, sem var sögð hafa látist af slysförum. Þá hafa spurningar vaknað um dauða Mallory Beach, 19 ára, sem lést þegar Paul Mallory ók bát á brú árið 2019.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37 Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Sjá meira
Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06
Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. 3. mars 2023 06:37
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10