UBS sagður ætla að kaupa Credit Suisse fyrir allt að milljarð dala Árni Sæberg skrifar 19. mars 2023 12:25 UBS er sagður ætla að taka yfir Credit Suisse. getty/arnd wiegmann UBS, stærsti banki Sviss, er sagður ætla að kaupa Credit Suisse, sem er næststærsti banki Sviss og rambar á barmi falls, fyrir allt að einn milljarð Bandaríkjadala. Það er einungis brot af markaðsvirði bankans við lok markaða á föstudag. Þetta herma heimildarmenn Financial Times. Þeir segja einnig að áform séu uppi um að breyta hlutafélagalöggjöf Sviss til þess að koma í veg fyrir að hluthafar bankans fái að greiða atkvæði um söluna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um neyðarfund ríkisstjórnar Sviss vegna hugsanlegrar yfirtöku UBS á Credit Suisse. Í frétt Financial Times segir að forsvarsmenn UBS hafi tjáð forsvarsmönnum Credit Suisse í morgun að þeir væru tilbúnir til þess að greiða 0,25 svissneska Franka fyrir hvern hlut í bankanum. Lokaverð hlutabréfa í bankanum var 1,86 Frankar á föstudag. Þá segir að óvíst sé að verði af yfirtökunni og að skilmálar hennar haldist þeir sömu. Til að mynda er ákvæði sagt vera í samningsdrögum um að ekkert verði af yfirtökunni ef skuldatryggingarálag Credit Suisse eykst um hundrað punkta eða meira. Sviss Fjármálamarkaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þetta herma heimildarmenn Financial Times. Þeir segja einnig að áform séu uppi um að breyta hlutafélagalöggjöf Sviss til þess að koma í veg fyrir að hluthafar bankans fái að greiða atkvæði um söluna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um neyðarfund ríkisstjórnar Sviss vegna hugsanlegrar yfirtöku UBS á Credit Suisse. Í frétt Financial Times segir að forsvarsmenn UBS hafi tjáð forsvarsmönnum Credit Suisse í morgun að þeir væru tilbúnir til þess að greiða 0,25 svissneska Franka fyrir hvern hlut í bankanum. Lokaverð hlutabréfa í bankanum var 1,86 Frankar á föstudag. Þá segir að óvíst sé að verði af yfirtökunni og að skilmálar hennar haldist þeir sömu. Til að mynda er ákvæði sagt vera í samningsdrögum um að ekkert verði af yfirtökunni ef skuldatryggingarálag Credit Suisse eykst um hundrað punkta eða meira.
Sviss Fjármálamarkaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira