Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. mars 2023 14:00 Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Mikið er lagt upp úr fjölbreyttu útinámi í skólanum. Aðsend Það stendur mikið til í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit í komandi viku því á þriðjudaginn verður haldið Umhverfis-og lýðheilsuþing og þá er von á ellefu erlendum gestum í heimsókn vegna Erasmus verkefnis, sem skólinn tekur þátt í. Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Stórutjarnaskóli er í Ljósavatnsskarði og er samrekinn leik- grunn- og tónlistarskóli með um 40 nemendur frá eins árs til 16 ára aldurs. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Nú er verið að undirbúa á fullum krafti umhverfis- og lýðheilsuþing í skólanum, sem fer fram þriðjudaginn 21. mars þar sem nemendur, foreldrar og aðrir gestir sitja þingið og hlusta á fróðleg erindi. Birna Davíðsdóttir er skólastjóri skólans. „Núna er áherslan á landgræðslu og svo sóun en það verður kynnt könnun frá krökkunum en þau gerðu úttekt á fataeign og hversu mikið þau nota af fötunum sínum og hvað verður um fötin. Og svo ætla þau líka að segja frá uppgræðsluverkefni, sem þau tóku þátt í þegar skriðurnar féllu í Björgum út í Útkinn, það er búið að koma á uppgræðsluverkefni þar,” segir Birna. En talandi um fötin, hver er niðurstaða krakkanna í því máli? „Niðurstaðan er sú að við eigum allt of mikið af fötum og kannski þyrftum við að eiga minna og nota meira það sem við eigum, það er ansi mikið af fötum til í fataskápunum okkar.” Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit, sem er á fullu þessa dagana að undirbúa umhverfis- og lýðheilsuþingið, auk heimsóknar erlendu gestanna í lok mánaðarins.Aðsend Stórutjarnaskóli er þátttakandi í Erasmus verkefni um stærðfræði og vísindi og á von á nokkrum erlendum gestum í heimsókn vegna verkefnisins. Skólinn er Grænfánaskóli og Heilsueflandiskóli. Aðsend „Reyndin er að erlendir skólar í þessum Erasmus verkefnum vilja helst hafa íslenska skóla með sér þar sem Ísland er mjög áhugavert land. Við erum að fá ellefu erlenda gesti frá Eistlandi, Ítalíu og Frakklandi til okkar síðustu vikuna í mars og þeir verða hér og fylgjast með starfinu okkar og svo förum við með þau út í sveitirnar,” segir Birna Davíðsdóttir, skólastjóri Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Dagskrá þingsins þriðjudaginn 21. mars.Aðsend
Þingeyjarsveit Skóla - og menntamál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira