Pep spenntur að taka á móti „goðsögninni“ Vincent Kompany Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. mars 2023 13:16 Pep Guardiola og Vincent Kompany mætast í fyrsta skipti sem þjálfarar í dag. Victoria Haydn/Manchester City FC via Getty Images Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, kveðst spenntur fyrir því að taka á móti „einni mestu goðsögn sem hann hefur þjálfað“ þegar lærisveinar Vincents Kompany í Burnley mæta á Etihad völlinn í átta liða úrslitum FA-bikarsins síðar í dag. Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Kompany lék stærstan hluta ferilsins með Manchester City, en han lék með félaginu í ellefu ár og var fyrirliði liðsins til fjölda ára. Á tíma sínum með City vann Kompany ensku deildina fjórum sinnum, FA-bikarinn tvisvar og enska deildarbikarinn fjórum sinnum. „Hann var ótrúleg persóna þegar hann var hér. Hann er ein mesta goðsögn sem ég hef þjálfað,“ sagði Pep um sinn fyrrum leikmann fyrir leik City og Burnley sem fram fer í dag, en grínaðist einnig með að það væri slæmt að mæta sínum fyrrum leikmönnum á hliðarlínunni. „En ég hef smá áhyggjur. Af því að þegar þú ert farinn að mæta þínum fyrrverandi leikmönnum á hliðarlínunni þá fer maður að átta sig á því hvað maður er orðinn gamall,“ sagði hinn 52 ára gamli þjálfari léttur. Pep Guardiola and Vincent Kompany will meet for the first time ever as managers 🤩 pic.twitter.com/RDPuz9UXk7— GOAL (@goal) March 18, 2023 Kompany hefur náð frábærum árangri sem þjálfari eftir að takkaskórnir fóru á hilluna. Hann hóf þjálfaraferilinn sem spilandi þjálfari hjá uppeldisfélagi sínu Anderlecht í Belgíu árið 2019 og snéri sér svo alfarið að þjálfun ári síðar. Hann tók við Burnley fyrir yfirstandandi tímabil og félagið trónir nú á toppi ensku B-deildarinnar með 13 stiga forskot þegar níu umferðir eru eftir. Liðið er einnig með 19 stiga forskot á Middlesbrough sem situr í þriðja sæti deildarinnar og Burnley nægir því níu stig í viðbót til að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City og Burnley mætast í FA-bikarnum klukkan 17:45 í dag og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Hákon hjálpaði liði sínu að setja met í frönsku deildinni Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira