Fótbolti

Eiður Smári blandar sér í um­ræðuna um Albert Guð­munds­son

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Jónína Guðbjörg

Eiður Smári Guðjohnsen, einn af bestu knattspyrnumönnum sem Ísland hefur alið og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur blandað sér í umræðuna um Albert Guðmundsson og fjarveru hans íslenska landsliðshópnum.

Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa í ítölsku B-deildinni, er ekki í landsliðshóp Íslands sem mætir Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði.

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir Albert ekki vera tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, og Albert Brynjar Ingason, frændi Alberts, segja Arnar Þór hreinlega ekki segja satt frá.

Sjá einnig: Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt

Sjá einnig: Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór

Eiður Smári, sem starfaði áður með Arnari Þór hjá U-21 árs landsliði Íslands sem og A-landsliðinu, hefur nú blandað sér í umræðuna en sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, er í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni.

„Stoppum aðeins. Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta? Hvaða andsk. rugl. Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna. Ég allavega mæti ekki nema ég byrji inn á …,“ sagði hinn 44 ára gamli Eiður Smári á Twitter-síðu sinni nú í kvöld.


Tengdar fréttir

Eiður Smári stígur tímabundið til hliðar og biður um svigrúm

Eiður Smári Guðjohnsen mun stíga tímabundið til hliðar sem þjálfari FH en félagið staðfesti þetta í fréttatilkynningu í dag. Eiður biðst friðar til að vinna í sínum málum en FH-ingar vonast til að hann snúi aftur í teymi liðsins í náinni framtíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×