Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa í ítölsku B-deildinni, er ekki í landsliðshóp Íslands sem mætir Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024 síðar í þessum mánuði.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir Albert ekki vera tilbúinn að koma inn í hópinn á forsendum liðsins. Guðmundur Benediktsson, faðir Alberts, og Albert Brynjar Ingason, frændi Alberts, segja Arnar Þór hreinlega ekki segja satt frá.
Sjá einnig: Yfirlýsing frá Gumma Ben: Ég kalla þetta leikþátt
Sjá einnig: Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór
Eiður Smári, sem starfaði áður með Arnari Þór hjá U-21 árs landsliði Íslands sem og A-landsliðinu, hefur nú blandað sér í umræðuna en sonur hans, Andri Lucas Guðjohnsen, er í landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni.
Stoppum aðeins!!!
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) March 17, 2023
Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta??!!
Hvaða andsk rugl
Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna Ég allavega mæti ekki nema að ég byrji inná ..
„Stoppum aðeins. Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta? Hvaða andsk. rugl. Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna. Ég allavega mæti ekki nema ég byrji inn á …,“ sagði hinn 44 ára gamli Eiður Smári á Twitter-síðu sinni nú í kvöld.