Öskjuvatn hefur lagt á ný eftir kuldatíð síðustu vikna Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 14:47 Gervihnattamynd tekin 12. mars sem sýnir ísilagt Öskjuvatn eftir kuldatíðina. Veðurstofan/Copernicus (Sentinel-2) Öskjuvatn hefur lagt aftur eftir kuldatíð síðustu vikna og sýnir það hversu síbreytilegt umhverfið við Öskju er. Áfram er fylgst náið með eldstöðinni. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni þar sem rýnt er í gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig Veðurstofunnar fyrir eldfjöll. Sérstaklega var litið til Öskju og Kötlu á fundinum. Um Öskju segir að jarðskjálftavirkni við Öskju hafi aukist greinilega við upphaf landriss í ágúst 2021 en í desember hafi svo aftur dregið úr virkninni og hún haldist jöfn síðan þá. Þó megi sjá að virknin hafi verið umfram bakgrunnsvirkni sem mældist áður en landris hófst. Engin skýr merki eru um breytingu á landrisi. Um jarðskjálftavirkni í Kötlu segir að hún hafi aukist síðustu mánuði og frá síðastliðnu hausti hafi ríflega tuttugu skjálftar yfir þremur að stærð mælst í eldstöðinni. Stærsti skjálftinn hafi verið í nóvember 2022 og verið 3,9 að stærð. „Dæmi eru um að jarðskjálftavirkni hafi aukist tímabundið. Síðast gerðist það á tímabilinu frá júlí 2016 fram til ágúst 2017. Á því tímabili mældust hátt í 60 jarðskjálftar yfir þremur að stærð og fjórir þeirra voru yfir fjórum að stærð. Stærsti skjálftinn mældist í ágúst 2016 og var 4,7 að stærð. Gögn benda til þess að jarðhitavatn hafi lekið í Múlakvísl um mánaðarmótin febrúar – mars. Þá mældist há rafleiðni í ánni og jarðhitagas mældist við Láguhvola sem er nærri Kötlujökli þar sem Múlakvísl á upptök sín. Jarðhitavatnsleki eins og sá sem mældist um mánaðarmótin er reglulegur atburður í Múlakvísl og er hluti af hefðbundinni virkni í Kötlu. Engar mælanlegar breytingar eru á jarðskorpuhreyfingum. Út frá þeim gögnum sem farið var yfir á fundinum er ekki talin ástæða til að breyta vöktunarstigi fyrir Kötlu, en náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist grannt með eldstöðinni sem og öðrum eldstöðvum landsins allan sólahringinn alla daga ársins,“ segir á vef Veðurstofunnar. Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni þar sem rýnt er í gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig Veðurstofunnar fyrir eldfjöll. Sérstaklega var litið til Öskju og Kötlu á fundinum. Um Öskju segir að jarðskjálftavirkni við Öskju hafi aukist greinilega við upphaf landriss í ágúst 2021 en í desember hafi svo aftur dregið úr virkninni og hún haldist jöfn síðan þá. Þó megi sjá að virknin hafi verið umfram bakgrunnsvirkni sem mældist áður en landris hófst. Engin skýr merki eru um breytingu á landrisi. Um jarðskjálftavirkni í Kötlu segir að hún hafi aukist síðustu mánuði og frá síðastliðnu hausti hafi ríflega tuttugu skjálftar yfir þremur að stærð mælst í eldstöðinni. Stærsti skjálftinn hafi verið í nóvember 2022 og verið 3,9 að stærð. „Dæmi eru um að jarðskjálftavirkni hafi aukist tímabundið. Síðast gerðist það á tímabilinu frá júlí 2016 fram til ágúst 2017. Á því tímabili mældust hátt í 60 jarðskjálftar yfir þremur að stærð og fjórir þeirra voru yfir fjórum að stærð. Stærsti skjálftinn mældist í ágúst 2016 og var 4,7 að stærð. Gögn benda til þess að jarðhitavatn hafi lekið í Múlakvísl um mánaðarmótin febrúar – mars. Þá mældist há rafleiðni í ánni og jarðhitagas mældist við Láguhvola sem er nærri Kötlujökli þar sem Múlakvísl á upptök sín. Jarðhitavatnsleki eins og sá sem mældist um mánaðarmótin er reglulegur atburður í Múlakvísl og er hluti af hefðbundinni virkni í Kötlu. Engar mælanlegar breytingar eru á jarðskorpuhreyfingum. Út frá þeim gögnum sem farið var yfir á fundinum er ekki talin ástæða til að breyta vöktunarstigi fyrir Kötlu, en náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist grannt með eldstöðinni sem og öðrum eldstöðvum landsins allan sólahringinn alla daga ársins,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Askja Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05 Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Jarðhiti í Öskjuvatni aukist verulega Jarðhiti í og við Öskjuvatn hefur aukist verulega í febrúar og ísinn á vatninu hefur svarað þeim hitabreytingum með því að gefa eftir. 1. mars 2023 18:05
Engin skýr merki um vendingar í Öskju Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að engin skýr merki séu um vendingar í Öskju. Hægt sé að útskýra bráðnun á ísnum á Öskjuvatni með vindum. 18. febrúar 2023 12:12