Bjartur Steingrímsson einn af þrjátíu sem hafa kvatt VG Atli Ísleifsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 17. mars 2023 14:06 Bjartur er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Hann segir að ekki sé „hægt að gefa afslátt af öllu alltaf“. Vísir/Vilhelm/Vinstri græn Þrjátíu manns hafa skráð sig úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði á síðustu tveimur dögum, eða frá því að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt. Þetta segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Björg Eva segir að skráðir félagar í hreyfingunni séu nú rétt innan við sex þúsund en landsfundur flokksins hefst í Hofi á Akureyri síðar í dag þar sem búist sé við um tvö hundruð manns. Ekki hægt að gefa afslátt alltaf Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt félögum sínum í hreyfingunni í morgun að hann hefði sagt skilið við flokkinn. Hann segist þó ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið. Bjartur er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Í skilaboðum Bjarts til félaga sinna segir hann um úrsögnina að ekki sé „hægt að gefa afslátt af öllu alltaf“ og vísar þar sérstaklega til útlendingafrumvarpsins. Þá þurfi að breyta um stefnu og kalla „apparatið eitthvað annað, því þetta [sé] ekki lengur vinstri sinnuð stjórnmálahreyfing“. Varaþingmaður hættur Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, tilkynnti í gær að hann hafi sagt sig úr flokknum vegna samþykkt útlendingafrumvarpsins. Sömuleiðis tilkynnti Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, að hún hefði sagt skilið við flokkinn. Vinstri græn Tengdar fréttir „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Þetta segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, í samtali við Vísi. Björg Eva segir að skráðir félagar í hreyfingunni séu nú rétt innan við sex þúsund en landsfundur flokksins hefst í Hofi á Akureyri síðar í dag þar sem búist sé við um tvö hundruð manns. Ekki hægt að gefa afslátt alltaf Bjartur Steingrímsson, sem var lengi virkur í ungliðastarfi flokksins og hefur verið á lista flokksins í Mosfellsbæ, staðfestir í samtali við fréttastofu að hann hafi tilkynnt félögum sínum í hreyfingunni í morgun að hann hefði sagt skilið við flokkinn. Hann segist þó ekki vilja tjá sig að öðru leyti um málið. Bjartur er sonur Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi formanns flokksins, og eiginmaður Unu Hildardóttur, varaþingmanns VG. Í skilaboðum Bjarts til félaga sinna segir hann um úrsögnina að ekki sé „hægt að gefa afslátt af öllu alltaf“ og vísar þar sérstaklega til útlendingafrumvarpsins. Þá þurfi að breyta um stefnu og kalla „apparatið eitthvað annað, því þetta [sé] ekki lengur vinstri sinnuð stjórnmálahreyfing“. Varaþingmaður hættur Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG og framkvæmdastjóri Samtakanna 78, tilkynnti í gær að hann hafi sagt sig úr flokknum vegna samþykkt útlendingafrumvarpsins. Sömuleiðis tilkynnti Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, að hún hefði sagt skilið við flokkinn.
Vinstri græn Tengdar fréttir „Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54 Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21 Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
„Alltaf mjög leitt þegar leiðir skilja í stjórnmálum“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG, segir að það sé mjög leitt að sjá á eftir nokkrum félagsmönnum úr flokknum vegna óánægju með ný samþykkt útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Hún telur þó að þingmenn flokksins hafi unnið að málinu af heilindum og í samræmi við stefnu flokksins. 17. mars 2023 11:54
Elva Hrönn hættir í VG Elva Hrönn Hjartardóttir, fyrrverandi meðlimur stjórnar Vinstri grænna og varaformaður þeirra í Reykjavík, sagði sig úr flokknum fyrr í dag. Hún segist ekki geta kennt sig við hreyfingu „sem samþykkir þau mannréttindabrot sem nýsamþykkt útlendingafrumvarp felur í sér.“ 16. mars 2023 21:21
Varaþingmaður VG tekur þung skref og segir sig úr flokknum Varaþingmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna sagði sig úr flokknum nokkrum mínútum eftir að útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var samþykkt í gær. Hann ætlar ekki að taka sæti aftur á þingi jafnvel þótt hann yrði kallaður inn. 16. mars 2023 11:48