Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps ytra Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 12:47 Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um gæsluvarðhald yfir manninum. Vilhelm Gunnarsson Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem handtekinn var hér á landi vegna evrópskrar handtökuskipunar. Til grundvallar handtökuskipuninni lá fyrir dómur útlensks áfrýjunardómstóls þar sem maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi, þó ekki lengur en til 7. apríl næstkomandi. Ekki kemur fram í hvaða landi maðurinn var dæmdur fyrir manndrápstilraunina. Í héraðsdómi kom hins vegar fram að hætta væri talin á því að maðurinn kynni að reyna að komast úr landi ef honum yrði ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Hann væri erlendur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við Ísland. Þá hafi hann vísvitandi verið í felum og komið sér undan lögreglu. Þá sagði í greinargerð með kröfu lögreglustjóra að maðurinn væri talinn hættulegur þar sem hann hefur hlotið þungan fangelsisdóm í útlöndum fyrir mjög alvarlegt brot. Réðst hann ásamt öðrum manni á brotaþola með kylfu, glerflöskum og sveðju. Taldi lögreglustjóri að gæsluvarðhald væri því einnig nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Efnislegri meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd synjað Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir tæpri viku. Lögmaður mannsins krafðist þess að Landsréttur myndi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Landsréttur taldi að það mætti ætla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan fullnustu refsingar. Þá var tekið til hliðsjónar að Útlendingastofnun synjaði manninum í nóvember síðastliðnum um efnislega meðferð á umsókn hans um alþjóðlega vernd. Úrskurður Útlendingastofnunar var staðfestur með úrskurði kærunefndar útlendingamála og frestun réttaráhrifa var svo hafnað. Í kjölfar þess fór maðurinn huldu höfði í rúman mánuð en var svo handtekinn eftir ítarlega rannsókn. Þá segir í úrskurði Landsréttar að vægari þvingunarráðstafanir muni ekki koma að haldi við að tryggja að maðurinn komi sér ekki undan málsmeðferð. Úrskurður héraðsdóms var því, sem fyrr segir, staðfestur. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ekki kemur fram í hvaða landi maðurinn var dæmdur fyrir manndrápstilraunina. Í héraðsdómi kom hins vegar fram að hætta væri talin á því að maðurinn kynni að reyna að komast úr landi ef honum yrði ekki gert að sæta gæsluvarðhaldi. Hann væri erlendur ríkisborgari með takmörkuð tengsl við Ísland. Þá hafi hann vísvitandi verið í felum og komið sér undan lögreglu. Þá sagði í greinargerð með kröfu lögreglustjóra að maðurinn væri talinn hættulegur þar sem hann hefur hlotið þungan fangelsisdóm í útlöndum fyrir mjög alvarlegt brot. Réðst hann ásamt öðrum manni á brotaþola með kylfu, glerflöskum og sveðju. Taldi lögreglustjóri að gæsluvarðhald væri því einnig nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Efnislegri meðferð á umsókn um alþjóðlega vernd synjað Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í fjögurra vikna gæsluvarðhald fyrir tæpri viku. Lögmaður mannsins krafðist þess að Landsréttur myndi fella úrskurð héraðsdóms úr gildi en til vara að vægari úrræðum verði beitt að því frágengnu að gæsluvarðhaldi verði markaður skemmri tími. Landsréttur taldi að það mætti ætla að maðurinn myndi reyna að komast úr landi, leynast eða koma sér með öðrum hætti undan fullnustu refsingar. Þá var tekið til hliðsjónar að Útlendingastofnun synjaði manninum í nóvember síðastliðnum um efnislega meðferð á umsókn hans um alþjóðlega vernd. Úrskurður Útlendingastofnunar var staðfestur með úrskurði kærunefndar útlendingamála og frestun réttaráhrifa var svo hafnað. Í kjölfar þess fór maðurinn huldu höfði í rúman mánuð en var svo handtekinn eftir ítarlega rannsókn. Þá segir í úrskurði Landsréttar að vægari þvingunarráðstafanir muni ekki koma að haldi við að tryggja að maðurinn komi sér ekki undan málsmeðferð. Úrskurður héraðsdóms var því, sem fyrr segir, staðfestur.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira