Xi heimsækir Pútín eftir helgi Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2023 07:45 Xi Jinping sór fyrr í vikunni embættiseið sem forseti Kína og er þar með hafið hans þriðja fimm ára kjörtímabil. EPA Xi Jinping Kínaforseti mun halda í opinbera heimsókn til Rússlands í næstu viku þar sem hann mun meðal annars eiga fundi með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Í tilkynningu frá kínverska utanríkisráðuneytinu segir að heimsóknin standi yfir frá mánudeginum 20. mars til miðvikudagsins 22. mars. Rússneska fréttaveitan Tass segir frá því að Xi og Pútín muni ræða samstarf ríkjanna og undirrita fjölda mikilvægra tvíhliða samninga og yfirlýsinga. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir að forsetarnir muni skiptast á skoðunum og ræða svæðisbundin málefni. „Tilgangur heimsóknarinnar er að styrkja enn frekar tvíhliða traust ríkjanna,“ segir talsmaðurinn. Xi sór fyrr í vikunni embættiseið sem forseti landsins og er þar með hafið hans þriðja fimm ára kjörtímabil. Hann hefur kallað eftir því að Kína láti meira til sín taka á alþjóðasviðinu. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli sér að aðstoða Rússa þegar kemur að innrás þeirra í Úkraínu, meðal annars varðandi vopnasendingar til Rússland. Kínverjar hafa til þessa ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeir Xi og Pútín hafa átt tvíhliða fundi 39 sinnum. Kína Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Xi líklega við völd í Kína til æviloka Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. 10. mars 2023 19:30 Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Í tilkynningu frá kínverska utanríkisráðuneytinu segir að heimsóknin standi yfir frá mánudeginum 20. mars til miðvikudagsins 22. mars. Rússneska fréttaveitan Tass segir frá því að Xi og Pútín muni ræða samstarf ríkjanna og undirrita fjölda mikilvægra tvíhliða samninga og yfirlýsinga. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins segir að forsetarnir muni skiptast á skoðunum og ræða svæðisbundin málefni. „Tilgangur heimsóknarinnar er að styrkja enn frekar tvíhliða traust ríkjanna,“ segir talsmaðurinn. Xi sór fyrr í vikunni embættiseið sem forseti landsins og er þar með hafið hans þriðja fimm ára kjörtímabil. Hann hefur kallað eftir því að Kína láti meira til sín taka á alþjóðasviðinu. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli sér að aðstoða Rússa þegar kemur að innrás þeirra í Úkraínu, meðal annars varðandi vopnasendingar til Rússland. Kínverjar hafa til þessa ekki viljað fordæma innrás Rússa í Úkraínu en Kínverjar sátu hjá þegar innrásin var nýverið fordæmd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeir Xi og Pútín hafa átt tvíhliða fundi 39 sinnum.
Kína Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09 Xi líklega við völd í Kína til æviloka Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. 10. mars 2023 19:30 Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Sjá meira
Xi vill stærra hlutverk á alþjóðasviðinu Xi Jinping, forseti Kína, kallaði í morgun eftir því að ríkið spilaði stærri rullu í alþjóðamálum. Forsetinn sagði í morgun að Kína ætti að taka virkan þátt í því að gera endurbætur á og að endurbyggja alþjóðakerfið. Það sagði Xi að myndi veita heimsfriði og framþróun „jákvæða orku“. 13. mars 2023 11:09
Xi líklega við völd í Kína til æviloka Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. 10. mars 2023 19:30
Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47
Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43