Fær ekki tugmilljónir eftir bakvaktadeilu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. mars 2023 14:39 Ólafsvík er hluti Snæfellsbæjar. Getty Fyrrverandi slökkviliðsstjóri slökkviliðs Snæfellsbæjar hafði ekki erindi sem erfiði er hann reyndi að sækja hátt í 40 milljónir króna sem hann taldi sig eiga inni hjá sveitarfélaginu vegna ógreiddra bakvakta. Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi. Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Mál slökkviliðsstjórans var tekið fyrir í Héraðsdómi Vesturlands. Ákveðið var að vísa ágreiningi um bakvaktargreiðslurnar til dómstóla þegar slökkviliðsstjórinn og forsvarsmenn sveitarfélagsins skrifuðu undir starfslokasamning í desember síðastliðinn. Þá lét slökkviliðsstjórinn af störfum eftir um fjörutíu ára starf hjá Slökkviliði Snæfellsbæjar, áður Ólafsvíkur. Þar af hafði hann verið í tuttugu prósent starfi sem slökkviliðsstjóri frá árinu 2005. Nokkur ágreiningur um bakvaktir Lesa má úr dómi héraðsdóms að slökkviliðsstjórinn og sveitarfélagið hafi um nokkurra ára skeið átt í ágreiningi um bakvaktir, fyrirkomulag þeirra og greiðslur. Sveitarfélagið virðist þó í gegnum þessar deilur ekki hafa verið á þeim buxunum að taka upp bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu. Til að mynda var ákveðið í nýlegri brunavarnaráætlun, sem slökkviliðsstjórinn tók þátt í að vinna, að ekki yrði um bakvaktarfyrirkomulag hjá slökkviliðinu, þótt hægt yrði að endurskoða það. Maðurinn hafði starfað sem slökkviliðsmaður í um fjóra áratugi.Vísir/Vilhelm Í apríl síðastliðnum var þó kynnt drög að viðauka við ráðningarsamning slökkviliðsmanna um að greitt yrði fyrir samtals fimmtíu vinnustundir í bakvakt, sem skipt yrði á milli starfsmanna slökkviliðsins. Stuttu síðar barst sveitarfélaginu þó stefna frá slökkviliðsstjóranum þar sem hann krafðist þess að fá greitt fyrir bakvaktir sem hann hafi ynnt af hendi frá árinu 2018. Reglugerð lykilatriði að mati slökkviliðsstjórans Var krafan byggð á reglugerð um starfsemi slökkviliða þar sem meðal annars er komið inn á hlutverk slökkviliðsstjóra. Vísaði slökkviliðsstjórinn í að samkvæmt umræddri reglugerð ætti „Slökkviliðsstjóri, varaslökkviliðsstjóri eða stjórnandi sem uppfyllir hæfniskröfur viðkomandi slökkviliðs skal ávallt vera á vakt eða á bakvakt og til staðar á starfssvæði slökkviliðsins,“ líkt og það er orðað. Taldi slökkviliðsstjórinn að þetta hafi lagt á hann þá skyldu að standa bakvakt allan sólarhringinn, allan ársins hring frá gildistöku reglugerðarinnar. Fyrir þetta hafi hann ekki fengið greitt. Höfnin í ÓlafsvíkGerig/ullstein bild via Getty Images Krafðist hann þess því að fá alls tæpar 38 milljónir krónar frá bænum fyrir ógreiddar bakvaktir. Sveitarfélagið taldi hins vegar að maðurinn ætti ekki rétt á slíkum greiðslum, þar sem ekkert bakvaktarfyrirkomulag hafi verið í gildi eða samkomulag þar um. Í niðurstöðu héraðsdóms er vikið að því að ekki verði annað séð en að slökkviliðsstjórinn hafi ekki ljáð máls á því að semja um greiðslur fyrir bakvaktir, fyrr en á vormánuðum síðasta árs, þegar fyrir lágu drög að samningi um greiðslu fyrir bakvaktir. En ekki að mati héraðsdóms Þá fær héraðsdómur ekki séð að slökkviliðsstjórinn hafi gert kröfu á sveitarfélagið um að bregðast við þegar umrædd reglugerð tók gildi árið 2018, þar sem fjallað er um bakvaktarskyldu slökkviliðsstjóra. Í raun byggi allt mál hans á því að reglugerðin hafi tekið gildi og þar með fellt skyldur á sveitarfélagið til að greiða honum fyrir bakvaktir. Segir í dómi héraðsdóms að þrátt fyrir að ljóst sé að umrædd reglugerð eigi sér lagastoð sé ljóst að skýra lagaheimild þurfi til að leggja fjárhagslega skuldbindingar á sveitarfélög. Almennt og opið ákvæði um að reglugerð megi setja samkvæmt lögum dugi ekki. Þá fær dómurinn ekki sé að umrædd orðalag reglugerðarinnar felli þá skyldu, án nokkurra frekari ráðstafana eða samtals, á slökkviliðsstjóran einan til að vera á bakvakt 24 tíma sólarhrings, alla daga ársins, og þar með greiðsluskyldi á sveitarfélagið. Var sveitarfélagið því sýknað af öllum kröfum slökkviliðsstjórans fyrrverandi.
Slökkvilið Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Snæfellsbær Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira