Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 11:46 Helgi Áss borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi við foreldra á mótmælunum í morgun. Vísir/Margrét Björk Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Sjá meira