Bein útsending: Opinbera nýja búninga fyrir tunglferðir komandi ára Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 14:00 Geimbúningarnir verða meðal annars notaðir á yfirborði tunglsins. Axiom Space Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og fyrirtækisins Axiom Space ætla að kynna nýja geimbúninga sem notaðir verða í Artemis áætluninni í dag. Um er að ræða búninga sem geimfarar munu væntanlega klæðast yfirborði tunglsins á komandi árum. Búningurinn sem sýna á í dag er frumgerð af búningum sem nota á í tunglgöngur við suðurpól tunglsins. Forsvarsmenn NASA völdu Axiom Space og Collins Aerospace til að þróa nýju geimbúningana í fyrra. Axiom fékk svo að halda þeirri þróun áfram en vonir eru bundnar við að hægt verði að prófa geimbúningana fyrst í tilraunageimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2025. Sjá einnig: Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Kynningin á að hefjast klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í þriðja skoti Artemis-áætlunarinnar. Sú áætlun snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Stefnt er á að skjóta Artemis 3 af stað árið 2025. Fyrsta geimskot Artemisáætlunarinnar var Artemis 1 sem skotið var á loft í fyrra. Þá var Orion geimfar hlaðið skynjurum sent til tunglsins þar sem það var í nærri því mánuð. Geimfarið bar einnig gervihnetti sem nota á til að skipuleggja Artemis 3. Artemis 3 verður fyrsta mannaða geimskotið til tunglsins frá Appollo 17 árið 1972. Fyrst þarf þó að skjóta Artemis 2 á loft. Artemis 2 gengur út á senda annað Orion geimfar í svipaðan leiðangur en að þessu sinni eiga geimfarar að vera þar um borð. Til stendur að skjóta því geimfari á loft nóvember á næsta ári. Hér má sjá hvernig Artemis 3 geimferðin á að ganga fyrir sig.NASA Þróun geimbúninga fyrir Artemis-áætlunina hefur tafist verulega, eins og annað sem tengist áætluninni, en innri endurskoðandi NASA birti árið 2021 skýrslu þar sem fram kom að ómögulegt yrði að lenda aftur á tunglinu árið 2024 eins og upprunalega stóð til og var það vegna geimbúninganna. Sjá einnig: Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir nærri því fimmtíu árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Geimurinn Tækni Vísindi Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. 17. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Innlent Fleiri fréttir Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Sjá meira
Búningurinn sem sýna á í dag er frumgerð af búningum sem nota á í tunglgöngur við suðurpól tunglsins. Forsvarsmenn NASA völdu Axiom Space og Collins Aerospace til að þróa nýju geimbúningana í fyrra. Axiom fékk svo að halda þeirri þróun áfram en vonir eru bundnar við að hægt verði að prófa geimbúningana fyrst í tilraunageimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2025. Sjá einnig: Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Kynningin á að hefjast klukkan hálf þrjú að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með henni í spilaranum hér að neðan. Fyrstu geimfararnir eiga að lenda aftur á tunglinu í þriðja skoti Artemis-áætlunarinnar. Sú áætlun snýr að því að senda menn aftur til tunglsins árið 2024 og koma þar upp bækistöð sem nota á sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Stefnt er á að skjóta Artemis 3 af stað árið 2025. Fyrsta geimskot Artemisáætlunarinnar var Artemis 1 sem skotið var á loft í fyrra. Þá var Orion geimfar hlaðið skynjurum sent til tunglsins þar sem það var í nærri því mánuð. Geimfarið bar einnig gervihnetti sem nota á til að skipuleggja Artemis 3. Artemis 3 verður fyrsta mannaða geimskotið til tunglsins frá Appollo 17 árið 1972. Fyrst þarf þó að skjóta Artemis 2 á loft. Artemis 2 gengur út á senda annað Orion geimfar í svipaðan leiðangur en að þessu sinni eiga geimfarar að vera þar um borð. Til stendur að skjóta því geimfari á loft nóvember á næsta ári. Hér má sjá hvernig Artemis 3 geimferðin á að ganga fyrir sig.NASA Þróun geimbúninga fyrir Artemis-áætlunina hefur tafist verulega, eins og annað sem tengist áætluninni, en innri endurskoðandi NASA birti árið 2021 skýrslu þar sem fram kom að ómögulegt yrði að lenda aftur á tunglinu árið 2024 eins og upprunalega stóð til og var það vegna geimbúninganna. Sjá einnig: Ekki hægt að lenda á tunglinu 2024 vegna tafa við þróun geimbúninga Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir nærri því fimmtíu árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið.
Geimurinn Tækni Vísindi Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Tengdar fréttir Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02 Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01 Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. 17. nóvember 2021 22:01 Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Erlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Innlent Fleiri fréttir Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísrael lokar sendiráði sínu á Írlandi Harmleikur í Noregi: Nágrannar höfðu þungar áhyggjur af fjölskyldunni Sjá meira
Lending Orion tókst vel og gagnavinnsla næst á dagskrá Verkefni geimfarsins Orion lauk fyrr í kvöld þegar það lenti í Kyrrahafi eftir tæpan mánuð á flugi umhverfis tunglið. 11. desember 2022 23:02
Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. 29. nóvember 2022 15:01
Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Alþjóðlega geimsstöðin mun hrapa til jarðar árið 2031. Þetta kemur fram í nýjum áætlunum NASA en stöðinni var komið á sporbaug um jörðu árið 1998 og mun því hafa gegnt hlutverki sínu í rúma þrjá áratugi þegar hún verður tekin úr notkun. 3. febrúar 2022 07:28
Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01
Vinna að þróun nýs tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Northrop Grumman hafa opinberað að fyrirtækið leiðir hóp fyrirtækja sem vinna að því að þróa tungljeppa fyrir Artemis-áætlunina. Farartæki sem geimfarar eiga að nota til að ferðast um yfirborð tunglsins á nýjan leik. 17. nóvember 2021 22:01