Bönkunum gert að spara meira fyrir mögulegum áföllum Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2023 11:55 Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka framlög viðskiptabankanna í fjármálastöðugleika úr 2 prósentum í 2,5 prósent og tekur hækkunin samkvæmt reglum gildu eftir tólf mánuði. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn ákvað í dag að hækka framlög viðskiptabankanna í sveiflujöfnunarauka upp í 2,5 prósent og hefur hlutfallið aldrei verið hærra. Þótt fjármálakerfið standi traustum fótum að mati bankans fari fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja versnandi í þrálátri verðbólgu. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð. Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti skýrslu sína um stöðu efnahagsmála í morgun þar sem segir að rekstur kerfislega mikilvægra banka hafi gengið vel og þeir stutt við heimili og fyrirtæki. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir eiginfjár- og lausafjárstöðu bankanna sterka. „Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir Ásgeir. Ásgeir Jónsson segir allar aðgerðir Seðlabankans miða að því að hægja á fjármálakerfinu og draga úr neyslu.Vísir/Vilhelm Vandi fjármálafyrirtækja á alþjóðlegum mörkuðum væri áminning um nauðsyn þess að innlánsstofnanir byggju yfir nægjanlegum styrk til að geta sinnt hlutverki sínu. Aðgerðir Seðlabanks með hertari lánaskilyrðum vegna húsnæðislána og hækkunum vaxta hafi náð að vinna gegn mikilli þenslu í þjóðfélaginu og dregið hefði úr spennu á íbúðamarkaði, „Lánþegaskilyrðin hafa dregið markvert úr áhættusömum lánveitingum. Einnig eru lánveitendur vel í stakk búnir til að draga úr greiðslubyrði með breyttu lánsformi. Fjármálastöðugleikanefnd áréttar mikilvægi þess að lánveitendur á íbúðalánamarkaði vinni með lántakendum, nú sem áður, til að fyrirbyggja greiðsluerfiðleika eins og kostur er,“ segir seðlabankastjóri. Við endurskipulagningu bankakerfisins eftir hrun þess árið 2008 voru varnir fjármálakerfisins efldar og ýmsir varnaglar slegnir. Til að mynda var tekinn upp svo kallaður sveiflujöfnunarauki sem er krafa á að bankarnir leggi til fjármuni til að mæta áföllum. Hann var afnuminn haustið 2020 en settur aftur á í fyrra og var þá 2 prósent. Í morgun ákvað fjármálastöðufleikanefnd að hækka sveiflujöfnunaraukann í 2,5 prósent og hefur hann aldrei verið hærri. „Sem bæði ætti að hægja á bankakerfinu að lána út og einnig ættu þeir að búa í haginn ef það verður hörð lending í efnahagslífinu eftir ár eða tvö. Þannig að við erum með þessum aðgerðum í rauninni að reyna að hægja á fjármálakerfinu,“ segir Ásgeir Jónsson. Hann vill hins vegar ekkert segja um líkur á hækkun meginvaxta Seðlabankans á vaxtaákvörðunardegi á miðvikudag í næstu viku þótt flestir spáaðilar reikni með að vextirnir hækki og þá um allt að 0,75 prósentustig.Það yrði þá tólfta vxtahækkun Seðlabankans í röð.
Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03 Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45 Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira
Seðlabankinn hækkar eiginfjárkröfu á bankanna vegna aukinnar áhættu Þrátt fyrir að fjármálakerfið hér á landi „standi traustum fótum“ þá hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja hærri eiginfjárkröfu á bankanna til að auka enn frekar viðnámsþrótt þeirra vegna innlendrar þenslu og aukinnar áhættu á erlendum mörkuðum. Þá hafa fjármálaskilyrði heimila farið versnandi og útlit er fyrir að verðbólga verði „þrálát og greiðslubyrði lána þyngist.“ 15. mars 2023 09:03
Spá 75 punkta stýrivaxtahækkun Seðlabankans Greining Íslandsbanka spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti um 75 punkta í næstu viku þannig að þeir fari úr 6,5 prósentum í 7,25 prósent. 15. mars 2023 08:45
Telja fjármálakerfið hér standa traustum fótum Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans telur að innlent fjármálakerf standi traustum fótum. Þó hafa fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja farið versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát. 15. mars 2023 08:43