Óvissa ríkir um framtíð Gavi vegna skráningarvesens og baráttu Barcelona við La Liga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 16:30 Xavi og Gavi. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Hinn gríðarlegi efnilegi Gavi gæti verið á leið frá Barcelona á frjálsri sölu þar sem samningur hans við félagið gæti verið ógildur. Málið er flókið og er hluti af ástæðunni bakvið þeirrar miklu spennu sem nú ríkir milli Barcelona og spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga. Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira
Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Kamerúnsk og brasilísk tvenna þegar Sara Björk og félagar fóru í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Sjá meira