Óvissa ríkir um framtíð Gavi vegna skráningarvesens og baráttu Barcelona við La Liga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 16:30 Xavi og Gavi. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Hinn gríðarlegi efnilegi Gavi gæti verið á leið frá Barcelona á frjálsri sölu þar sem samningur hans við félagið gæti verið ógildur. Málið er flókið og er hluti af ástæðunni bakvið þeirrar miklu spennu sem nú ríkir milli Barcelona og spænsku úrvalsdeildarinnar, La Liga. Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Hinn 18 ára Gavi hefur verið frábær með Barcelona á leiktíðinni og er stór ástæða þess fyrir að liðið virðist ætla að endurheimta spænska meistaratitilinn. Þá hefur hann spilað 17 A-landsleiki frá árinu 2021. The Athletic greinir frá því að þegar Gavi skrifaði í september síðastliðnum undir framlengingu á samning sínum til ársins 2026 var hann enn „unglingaliðsleikmaður“ þó hann væri að spila með aðalliði Barcelona og A-landsliði Spánar. Í samningnum var klásúla þess efnis að hann gæti farið frítt ef Barcelona myndi ekki skrá hann sem leikmann aðalliðsins fyrir 30. júní 2023. Gavi s future at Barcelona is far from certain...The 18-year-old s contract registration is at risk of being invalidated.If this were to happen it would mean a clause allowing him to leave #FCB for nothing this summer would come back into effect.More from @polballus— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 15, 2023 Það er ekki hægt að breyta stöðu leikmanna nema þegar félagaskiptaglugginn er opinn en Börsungar gátu ekki skráð Gavi í janúar þar sem La Liga sagði einfaldlega að samningurinn myndi þýða að félagið væri að brjóta fjárhagsreglur deildarinnar. Barcelona fór með málið fyrir dómstóla og sagði að La Liga væri að gera sitt besta til að áreita félagið. Fór það þannig að Barcelona hafði betur en þurfti þó að skila inn nýrri umsókn – sem stæðist regluverk deildarinnar – innan 20 vinnudaga. Þann 2. mars síðastliðinn skilaði Barcelona loks inn umsókninni, degi of seint samkvæmt La Liga. Á mánudaginn 13. mars staðfesti dómstóllinn að Barcelona hefði ekki skilað umsókninni inn á tilætluðum tíma. Barcelona fær fimm daga til að útskýra mál sitt. Takist Börsungum ekki að fá ákvörðuninni hnekkt þá verður Gavi skráður sem unglingaliðsmaður á nýjan leik og gæti því farið á frjálsri sölu í suamr. Félagið stendur fast á sínu og segist hafa skilað inn öllum pappírum á réttum tíma.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira