Vísindamenn mótfallnir fyrirhugaðri kolkrabbaræktun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2023 12:40 Tegundin sem um ræðir heitir octopus vulgaris. Getty Sérfræðingar eru uggandi vegna fyrirætlana fjölþjóðlega fyrirtækisins Nueva Pescanova að rækta kolkrabba í matvælaframleiðslu á Kanaríeyjum á Spáni. Til stendur að slátra dýrunum, sem eru afar skynugar skepnur, með aðferðum sem sérfræðingarnir segja grimmilegar. Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC. Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Kolkrabbar eru veiddir út um allan heim, með ýmsum aðferðum, og þykja hinn besti matur. Þeir hafa hins vegar ekki verið ræktaðir í stórum stíl, þar sem það er afar erfitt og krefst kjöraðstæðna. Samkvæmt áætlunum sem Nueva Pescanova hefur skilað inn til fiskveiðistjórnunaryfirvalda á Kanaríeyjum hyggst fyrirtækið hins vegar rækta dýrin, sem eru einræn og vön myrkri, mörg saman í stórum tönkum í stöðugri birtu. Áætlanirnar gera ráð fyrir um þúsund tönkum í tveggja hæða byggingu við höfnina í Las Palmas á Gran Canaria. Til stendur að slátra dýrunum með því að setja þau í -3 gráðu kalt vatn. Þar sem kolkrabbar hafa aldrei verið ræktaðir áður gilda engar reglur um ræktunina eða slátrun dýrana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að aðferðin leiðir til hægs og erfiðs dauðdaga hjá fiskum. Kolkrabbar þykja herramannsmatur á Spáni og víðar.Getty Aquaculture Stewardship Council, sem vottar ræktað sjávarfang, hefur lagt til bann gegn aðferðinni og þá hafa matvörumarkaðir á borð við Tesco og Morrissons ákveðið að kaupa ekki fisk sem er slátrað með ísbaði. Prófessorinn Peter Tse, taugasérfræðingur við Dartmouth University, segir um að ræða hægan og grimmilegan dauðdaga. Kolkrabbar séu álíka greindir og kettir og að mannúðlegra væri að aflífa þá eins og veiðimenn gera, með því að dauðrota þá. Jonathan Birch, prófessor við London School of Economics, segir rannsóknir sýna að kolkrabbar upplifi bæði sársauka og vellíðan. Hann og kollegar hans telja ómögulegt að tryggja velferð dýranna í ræktun og að ísbaðs-aðferðin sé óásættanleg. Nueva Pescanova áætlar að afföll verði um það bil 10 til 15 prósent sem Birch segir ekki heldur ásættanlegt. Fyrirtækið hefur neitað því að kolkrabbarnir muni þjást. Umfjöllun BBC.
Dýr Matvælaframleiðsla Spánn Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira