„Það rigndi yfir okkur glerbrotum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. mars 2023 19:14 Frá vettvangi í Álfheimum í dag. Vísir/Vilhelm Mildi þykir að ekki fór verr þegar ökumaður missti stjórn á bíl sínum, keyrði á sjö bíla og hafnaði að endingu á rúðu á hárgreiðslustofu í Álfheimum í Reykjavík í dag. Glerbrotum rigndi yfir starfsfólk og viðskiptavini stofunnar sem var verulega brugðið. Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“ Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Það var upp úr hádegi í dag sem að lögreglu og slökkviliði bárust tilkynningar um slysið. Þær Auður og Ragna hafa síðustu níu árin rekið hárgreiðslustofuna Hárfjelagið og voru við störf þegar slysið átti sér stað „Við vorum bara hérna með sitt hvorn viðskiptavininn og svo bara þetta gerðist mjög snöggt. Við heyrðum miklar drunur og svo kom bara bílinn hérna inn.“ segir Auður Bryndís Sigurðardóttir eigandi Hárfélagsins. Klippa: Gleri rigndi yfir viðskiptavini Hún stóð við gluggann þegar bílinn skall á honum en viðskiptavinur var í stólnum hjá henni. „Öllum var mjög brugðið og þetta var mikið sjokk.“ Þá varð nokkuð tjón á hárgreiðslustofunni. „Allt brotnaði náttúrulega og mikið högg og það rigndi yfir okkur glerbrotum.“ Hún segir mildi að enginn þeirra fjögurra sem var inni hafi slasast. „Ég held að við höfum sloppið bara vel miðað við allt.“ Maðurinn ók utan í konu. Hún slasaðist þó ekki alvarlega en var flutt ásamt einum til viðbótar á slysadeild til aðhlynningar. Í dag komu menn frá tryggingarfélagi hárgreiðslustofunnar á staðinn til að meta tjónið en óvíst er hvenær hægt verður að opna stofuna aftur. „Við vitum bara eiginlega ekki neitt en vonandi sem fyrst.“
Slökkvilið Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Missti stjórn á bílnum og ók á rúðu í Álfheimum Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni, ók á bíla og að lokum á rúðu í Álfheimakjarnanum í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að betur hafi farið en á horfðist. Kona slasaðist í óhappinu og var flutt á sjúkrahús, að sögn sjónarvotta sem fréttastofa ræddi við á vettvangi. 14. mars 2023 13:44