Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 11:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta máli að sjá afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu með eigin augum og hitta fólk sem upplifði hryllinginn. stjórnarráðið Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55