Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 11:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta máli að sjá afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu með eigin augum og hitta fólk sem upplifði hryllinginn. stjórnarráðið Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55