Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 11:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta máli að sjá afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu með eigin augum og hitta fólk sem upplifði hryllinginn. stjórnarráðið Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55