„Níutíu ára vinna sem reynt er að hafa af okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 16:31 Vaðlaskógur er staðsettur í Eyjafirði gegnt Akureyri. skógræktarfélag Eyfirðinga. Landeigendur í Eyjafirði hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra í því skyni að hafa af félaginu umráðarétt yfir Vaðlaskógi. Skógræktarfélagið er það elsta á landinu. „Það er nítíu ára vinna að baki sem verið er að reyna að hafa af okkur,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins. Vaðlaskógur liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum; Veigastöðum og Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi og Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Skógræktarfélaginu hefur nú verið stefnt af landeigendum Veigastaða og Halllands. „Við teljum okkur hafa alla samninga á bakvið okkur og höfum kannað okkar réttarstöðu vel. Við erum almannahagsmunafélag og frá upphafi hefur áherslan okkar verið á að allir fái að njóta þessa svæðis,“ segir Ingólfur enn fremur Í ályktun skógræktarfélags Eyfirðingar segir að þáverandi landeigendur fyrrgreindra jarða hafi látið umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar. Samningnum verði ekki sagt upp nema í undantekningartilfellum „Félagið hóf strax ári síðar vinnu við að girða af reitinn og rækta skóg, og hefur æ síðan ræktað upp Vaðlaskóg, sinnt grisjun, lagt stíga, brúað læki og sinnt öðrum störfum sem ræktuninni fylgja. Vaðlaskógur er elsti ræktaði skógarreiturinn í umsjón félagsins en þar var ekki að finna eina einustu trjáplöntu þegar ræktun hófst.“ Þá segir að landeigendur og forsjármenn hafi útbúið umráðaréttarsamning án uppsagnarákvæðis, þar sem skógrækt krefjist þolinmæði og sé verkefni margra kynslóða. Aðilar samningsins áttuðu sig fyllilega á því að þessu samningssambandi yrði ekki slitið nema í því eina undantekningartilfelli að starfsemi skógræktarfélagsins myndi leggjast niður,“ segir enn fremur í ályktun félagsins. Skógrækt og landgræðsla Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
„Það er nítíu ára vinna að baki sem verið er að reyna að hafa af okkur,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins. Vaðlaskógur liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum; Veigastöðum og Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi og Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Skógræktarfélaginu hefur nú verið stefnt af landeigendum Veigastaða og Halllands. „Við teljum okkur hafa alla samninga á bakvið okkur og höfum kannað okkar réttarstöðu vel. Við erum almannahagsmunafélag og frá upphafi hefur áherslan okkar verið á að allir fái að njóta þessa svæðis,“ segir Ingólfur enn fremur Í ályktun skógræktarfélags Eyfirðingar segir að þáverandi landeigendur fyrrgreindra jarða hafi látið umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar. Samningnum verði ekki sagt upp nema í undantekningartilfellum „Félagið hóf strax ári síðar vinnu við að girða af reitinn og rækta skóg, og hefur æ síðan ræktað upp Vaðlaskóg, sinnt grisjun, lagt stíga, brúað læki og sinnt öðrum störfum sem ræktuninni fylgja. Vaðlaskógur er elsti ræktaði skógarreiturinn í umsjón félagsins en þar var ekki að finna eina einustu trjáplöntu þegar ræktun hófst.“ Þá segir að landeigendur og forsjármenn hafi útbúið umráðaréttarsamning án uppsagnarákvæðis, þar sem skógrækt krefjist þolinmæði og sé verkefni margra kynslóða. Aðilar samningsins áttuðu sig fyllilega á því að þessu samningssambandi yrði ekki slitið nema í því eina undantekningartilfelli að starfsemi skógræktarfélagsins myndi leggjast niður,“ segir enn fremur í ályktun félagsins.
Skógrækt og landgræðsla Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00