„Níutíu ára vinna sem reynt er að hafa af okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 16:31 Vaðlaskógur er staðsettur í Eyjafirði gegnt Akureyri. skógræktarfélag Eyfirðinga. Landeigendur í Eyjafirði hafa stefnt Skógræktarfélagi Eyfirðinga fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra í því skyni að hafa af félaginu umráðarétt yfir Vaðlaskógi. Skógræktarfélagið er það elsta á landinu. „Það er nítíu ára vinna að baki sem verið er að reyna að hafa af okkur,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins. Vaðlaskógur liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum; Veigastöðum og Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi og Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Skógræktarfélaginu hefur nú verið stefnt af landeigendum Veigastaða og Halllands. „Við teljum okkur hafa alla samninga á bakvið okkur og höfum kannað okkar réttarstöðu vel. Við erum almannahagsmunafélag og frá upphafi hefur áherslan okkar verið á að allir fái að njóta þessa svæðis,“ segir Ingólfur enn fremur Í ályktun skógræktarfélags Eyfirðingar segir að þáverandi landeigendur fyrrgreindra jarða hafi látið umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar. Samningnum verði ekki sagt upp nema í undantekningartilfellum „Félagið hóf strax ári síðar vinnu við að girða af reitinn og rækta skóg, og hefur æ síðan ræktað upp Vaðlaskóg, sinnt grisjun, lagt stíga, brúað læki og sinnt öðrum störfum sem ræktuninni fylgja. Vaðlaskógur er elsti ræktaði skógarreiturinn í umsjón félagsins en þar var ekki að finna eina einustu trjáplöntu þegar ræktun hófst.“ Þá segir að landeigendur og forsjármenn hafi útbúið umráðaréttarsamning án uppsagnarákvæðis, þar sem skógrækt krefjist þolinmæði og sé verkefni margra kynslóða. Aðilar samningsins áttuðu sig fyllilega á því að þessu samningssambandi yrði ekki slitið nema í því eina undantekningartilfelli að starfsemi skógræktarfélagsins myndi leggjast niður,“ segir enn fremur í ályktun félagsins. Skógrækt og landgræðsla Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Það er nítíu ára vinna að baki sem verið er að reyna að hafa af okkur,“ segir Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri félagsins. Vaðlaskógur liggur í landi fjögurra jarða í tveimur sveitarfélögum; Veigastöðum og Halllandi í Svalbarðsstrandarhreppi og Ytri- og Syðri Varðgjá í Eyjafjarðarsveit. Skógræktarfélaginu hefur nú verið stefnt af landeigendum Veigastaða og Halllands. „Við teljum okkur hafa alla samninga á bakvið okkur og höfum kannað okkar réttarstöðu vel. Við erum almannahagsmunafélag og frá upphafi hefur áherslan okkar verið á að allir fái að njóta þessa svæðis,“ segir Ingólfur enn fremur Í ályktun skógræktarfélags Eyfirðingar segir að þáverandi landeigendur fyrrgreindra jarða hafi látið umráðarétt yfir landi Vaðlaskógar. Samningnum verði ekki sagt upp nema í undantekningartilfellum „Félagið hóf strax ári síðar vinnu við að girða af reitinn og rækta skóg, og hefur æ síðan ræktað upp Vaðlaskóg, sinnt grisjun, lagt stíga, brúað læki og sinnt öðrum störfum sem ræktuninni fylgja. Vaðlaskógur er elsti ræktaði skógarreiturinn í umsjón félagsins en þar var ekki að finna eina einustu trjáplöntu þegar ræktun hófst.“ Þá segir að landeigendur og forsjármenn hafi útbúið umráðaréttarsamning án uppsagnarákvæðis, þar sem skógrækt krefjist þolinmæði og sé verkefni margra kynslóða. Aðilar samningsins áttuðu sig fyllilega á því að þessu samningssambandi yrði ekki slitið nema í því eina undantekningartilfelli að starfsemi skógræktarfélagsins myndi leggjast niður,“ segir enn fremur í ályktun félagsins.
Skógrækt og landgræðsla Eyjafjarðarsveit Svalbarðsstrandarhreppur Tengdar fréttir Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Höggva sér leið í gegnum einn merkasta skóg landsins Landslið skógarhöggsmanna er nú að störfum í Vaðlaskógi gegnt Akureyri, einum merkasta skógi landsins. Þar er skógurinn grisjaður til að rýma fyrir göngustíg og vatnslögnum. Framkvæmdastjóri skógræktarfélagsins segist sjá eftir trjánum sem fara, en margt gott komi í staðinn. 7. október 2021 09:00