Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 13:46 Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps. aðsend Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar. Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar. Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi gjöld og tekjur sem sveitarfélag hans fær frá Landsvirkjun. Búrfellsvirkjun, sem er fjórða aflmesta virkjun landsins, er staðsett í sveitarfélaginu. Af öllum mannvirkjum í kringum virkjunina er það einungis stöðvarhúsið sjálft sem ber fasteingagjöld. Frá árinu 1990 hafi störf í kringum virkjunina jafnframt færst frá sveitarfélaginu, að sögn Haraldar. „Við erum með sveitarfélög út á landi, þau hafa ekki tekjustofna fasteignagjalda, hafa ekki útsvarið og hafa í raun og veru engar tekjur af þessu,“ segir Haraldur Þór. Einn milljarður í stað 16-20 „Þrátt fyrir, eins og í tilfelli Landsvirkjunar, að þau greiði einn milljarð í fasteignagjöld til sveitarfélaga út á landi, sem dreifist á milli þeirra, þá eru þetta bara svo ofboðslega litlar tölur. Við sjáum það á því hvernig samfélögin hafa þróast í kringum þetta. Samfélögin byggjast upp og þróast þar sem orkan er notuð.“ Hann segist ekki vilja gagnrýna störf Landsvirkjunar en úrbóta sé þörf á raforkukerfinu sem hafi breyst með því að fara á samkeppnismarkað. „Þetta er bara rangt gefið. Í dag er það þannig að rafmagn á Íslandi er búið, stórnotendur fá sína orku og neytendur eru afgangsstærð. Þegar þetta varð að samkeppnismarkaði hefðum við átt að láta þessa atvinnugrein fá sömu leikreglur, borga gjöld af mannvirkjum. Ef það væru ekki þessi undanþága af öllum mannvirkjunum væru fasteignagjöldin líklega á bilinu 16-20 milljarðar, í stað þess að vera einn milljarður,“ segir Haraldur Þór. Í 58 ára sögu sinni hefur Landsvirkjun aldrei hagnast jafn mikið og aldrei fært eiganda sínum jafnmikinn arð og núna. Lagt er til að ríkissjóður fái tuttugu milljarða króna arðgreiðslu af 45 milljarða króna hagnaði. Góðvild sveitarfélaga Haraldur segir hagnaðinn að miklu leyti til kominn vegna þess afslátts sem Landsvirkjun fái af fasteignagjöldum. „Ef við horfum á þessa frábæru stöðu Landsvirkjunar sem var kynnt í síðustu viku, þar sem skuldir hafa lækkað gríðarlega og eiginfjárstaða er 330 milljarðar. Ef við horfum bara á afsláttinn af fasteignagjöldunum síðustu tuttugu ár er það hærri tala. Þá getum við alveg sagt: eru það ekki sveitarfélögin úti á landi sem hafa með góðvild sinni fært þjóðinni Landsvirkjun á silfurfati?“ Viðtalið við Harald má hlusta í heild sinni að ofan. Þar ræðir hann einnig bókun sveitarfélags síns um að stoppa skipulagsvinnu í kringum frekari virkjanir vegna stöðunnar.
Landsvirkjun Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Rekstur hins opinbera Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira