Kaldast verður inn til landsins norðaustanlands. Áframhaldandi norðlæg átt verður á landinu, víða 5-13 m/s en að 15 m/s suðaustantil. Éljagangur verður á Norður- og Austurlandi, en annars yfirleitt léttskýjað.
Gert er ráð fyrir því að frostið verði svipað næstu vikuna. Á morgun er gert ráð fyrir éljum á norðurhelming landsins en annars bjart. Frost 2 til 14 stig.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að kuldinn stafi af hreinræktuðu heimskautalofti af ísbreiðunum nærri norðurpólnum.