Sjáðu stiklu úr glænýjum þáttum Baldurs um Bestu deild karla Smári Jökull Jónsson skrifar 12. mars 2023 10:31 Baldur Sigurðsson er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi Vísir Þættirnir Lengsta undirbúningstímabil í heimi fara í loftið á Stöð 2 Sport í kvöld en í þáttunum heimsækir knattspyrnusérfræðingurinn Baldur Sigurðsson sex félög í Bestu deild karla. Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld. Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Baldur Sigurðsson ætti að vera öllum knattspyrnuáhugamönnum vel kunnugur. Hann á að baki frábæran feril í efstu deild á Íslandi með Keflavík, KR, Stjörnunni og FH auk þess að hafa leikið í atvinnumennsku bæði í Noregi og Svíþjóð. Einnig hefur hann leikið með Fjölni og uppeldisfélagi sínu Völsungi en hann náði þeim áfanga á síðasta tímabili að leika sinn fjögurhundruðasta leik í deildarkeppni á Íslandi. Baldur er umsjónarmaður þáttanna Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem fara í loftið klukkan 21:05 í kvöld á Stöð 2 Sport. Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr þáttunum. Um er að ræða sex þætti en í þáttunum fer Baldur í heimsókn til liða í Bestu deild karla í knattspyrnu. Viðtöl við þjálfara liðanna eru rauði þráður þáttanna en einnig verður aðstoða liðanna skoðuð og rætt við leikmann liðsins. Þá verður einnig sýnt frá æfingu liðsins þar sem Baldur tekur þátt en þáttaröðin gefur innsýn í undirbúning liðanna fyrir sumarið í Bestu deildinni. Baldur verður einn af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports í umfjöllun um Bestu deildina í sumar. Baldur er vitaskuld spenntur fyrir verkefninu og segir að það hafi verið skemmtilegt að heimsækja liðin sex. „Það var gaman að fara í heimsókn og áhugavert að sjá hversu ólíkar nálganir þjálfarar eru með á undirbúningstímabilinu. Það er ótrúlega misjafnt eftir þjálfurum hvernig þeir leggja upp undirbúninginn,“ sagði Balur en hann bætti við að öll liðin væru komin með fína aðstöðu. „Það kom kannski á óvart hversu góða aðstöðu liðin eru komin með.“ „Gaman að koma til baka og sjá breytingarnar“ Hann segir að þá hafi verið gaman að taka þátt í æfingu hjá liðinu en Baldur verður með hljóðnema á sér á æfingunni. „Þjálfararnir voru sanngjarnir við mig. Ekki harðir en töluðu við mig eins og ég væri einn af hópnum. Þeir hefðu örugglega getað látið mig heyra það meira.“ Liðin sem Baldur heimsækir eru KR, Keflavík, KA, Breiðablik, Víkingur og Fylkir en Baldur hefur eins og áður segir leikið með tveimur fyrstnefndu liðunum. „Það var gaman að koma til baka og sjá breytingarnar og hitta gamla vini. Líka gaman að sjá aðstöðuna hjá þeim sem maður hafði ekki spilað með. Sem útileikmaður fer maður aldrei inn á þessi svæði heimaliðsins.“ Fyrsti þáttur Lengsta undirbúningstímabil í heimi verður á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:05 í kvöld.
Besta deild karla Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira