Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í Sjávarútvegi, segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá rýnum við í furðulega deilu bresks íþróttafréttamanns og ríkisstjórnarinnar þar í landi en hann hefur verið sendur í tímabundið leyfi af breska ríkisútvarpinu vegna ummæla hans um nýtt útlendingafrumvarp.

Umræða um menningarnám hefur blossað upp vegna óperunnar Madama Butterfly sem er í sýningu í Hörpu. Stjórn Óperunnar fundaði í gær vegna málsins um mögulegar breytingar á uppsetningunni. Við förum yfir málið og ræðum við óperustjóra í beinni. 

 Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar á slaginu 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×