Vill sjá réttan uppbótartíma sama hver staðan er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2023 08:01 Pierluigi Collina var lengi vel besti dómari heims. EPA-EFE/SRDJAN SUKI Pierluigi Collina var á sínum tíma besti knattspyrnudómari í heimi en starfar í dag sem yfirmaður dómaramála hjá Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA. Hann vill sjá dómara bæta við réttum uppbótartíma í lok leikja sama hver staðan er þar sem hvert mark getur skipt máli. Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu. Fótbolti FIFA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Á HM í Katar sem fór fram undir lok síðasta árs var gríðarlegum tíma bætt við hvern leik. Var það tilraun FIFA til að berjast gegn því að lið tefji en það er alltof algengt í nútímafótbolta. Þó það hafi verið gert á HM hefur það hins vegar ekki verið gert í öðrum keppnum. Í ótrúlegum 7-0 sigri Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni var aðeins bætt við þremur mínútum þrátt fyrir að sex mörk hafi litið dagsins ljós í síðari hálfleik og bæði lið nýtt allar þær skiptingar sem völ var á. „Það var fjórum mínútum bætt við fyrri hálfleikinn en aðeins þremur við síðari hálfleikinn,“ sagði Collina þegar hann ræddi við blaðamenn um málið á dögunum. Hann tók líka 5-2 sigur Real Madríd á Anfield sem dæmi. Þar var sjö mínútum bætt við en Collina taldi að uppbótartíminn hefði átt að vera nær 16 mínútum. Hann sagði að mögulega í framtíðinni verði regla sem segi dómurum einfaldlega að sleppa uppbótartíma ef munurinn er svo mikill þegar venjulegur leiktími er uppurinn. Dómarinn fyrrverandi tók þó fram að með því væri hagsmuna ekki gætt þar sem markatala, mörk skoruð eða ekki skoruð, gætu á endanum skipt sköpum. Collina sagðist skilja að hægt væri að horfa á gríðarlegan uppbótartíma í stórsigri sem einfaldlega óþarfa en að samræmi væri lykilatriði. „Á HM vissi fólk við hverju var að búast. Þegar það er samræmi inn á vellinum verða allar ákvarðanir betri.“ Premier League matches WILL follow World Cup example and get 100mins in crackdown on time wasting not many things that wind up match-going fans than time wasting so very welcome stance from FIFA and Collina https://t.co/WcKDrcbweW— John Cross (@johncrossmirror) March 10, 2023 FIFA vill sjá allar deildir, alls staðar, taka upp sama regluverk og var notað á HM í Katar. Þannig yrðu 100 mínútna leikir fljótt að vana, eða allt þangað til að leikmenn myndu hætta að tefja því þeir viti að eyddum tíma verði einfaldlega bætt við sagði Collina að endingu.
Fótbolti FIFA Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti