Dómari telur ekki forsendur til að refsa blaðamönnum Atli Ísleifsson skrifar 10. mars 2023 14:49 Margrét Björk Jónsdóttir blaðamaður Vísis, Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri og Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri ásamt Reimari Péturssyni lögmanni í dómsal á miðvikudaginn. Vísir/Vilhelm Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur ákveðið að aðhafast ekkert við því að Vísir hafi birt fréttir af stóra kókaínmálinu á meðan fjölmiðlaumfjöllunarbanni dómara stóð. Þetta kemur fram í tölvupósti frá dómaranum til saksóknara og verjenda í stóra kókaínmálinu í dag. Dómari segir ekki forsendur til að aðhafast í málinu. Aðalmeðferð málsins, þar sem fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir aðild að innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni af miklum styrkleika, lauk á miðvikudag, um sjö vikum eftir að hún hófst þann 19. janúar. Sigríður Elsa Kjartansdóttir, dómari í málinu, tók fram við þinghaldið að fjölmiðlabann ríkti þar til öllum skýrslutökum væri lokið í málinu. Vísaði hún til 1. málsgreinar 11. greinar laga um meðferð sakamála. Þar segir: „Óheimilt er öðrum en dómstólum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi. Jafnframt er óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur.“ Ritstjórn Vísis ákvað að birta ítarlega frétt um málið þann 3. mars og vísaði til þess að ritstjórnin teldi dómara í málinu ekki túlka með réttum hætti nýlega meginreglu, fyrrnefnda 1. málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála. Það væri röng túlkun dómara á lögunum að ekki mætti fjalla um neitt fyrr en að öllum skýrslutökum í málinu í heild sé lokið. Reglan sneri að einstaka skýrslutöku yfir einstaka aðilum enda hafi frumvarpinu verið ætlað að takmarka samtímaendursögn úr dómsal. Áður hafði Vísir fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögunum sem dómari túlkaði þröngt að mati miðilsins. Þá frétt má lesa hér að neðan. Síðdegis þriðjudaginn 7. mars bárust ritstjóra Vísis og þeim blaðamanni sem skrifaði fréttina 3. mars tölvupóstur frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar óskað eftir því að ritstjóri og blaðamaður mættu fyrir dóminn að morgni miðvikudagsins 8. mars. Reimar Pétursson, lögmaður Sýnar, mætti ásamt þeim Erlu Björgu Gunnarsdóttur ritstjóra og Margréti Björk Jónsdóttur blaðamanni í dómsal og óskaði eftir því að vera skipaður verjandi þeirra í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúum Vísis hefði verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segði að ekki mætti greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Þá sendi Blaðamannafélagið frá sér yfirlýsingu um ákvörðun dómarans að banna fréttaflutning af málinu og lýsti yfir þungum áhyggjum. Túlkun dómarans stangaðist á við ákvæði um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála, auk þess sem lög kveði skýrt á um að þinghald skuli háð í heyranda hljóði. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ sagði í yfirlýsingu BÍ. Lögmaður félagsins sendi Dómstólasýslunni, allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis auk dómsmálaráðherra bréf þar sem lagaleg hlið málsins var útskýrð. Bréf barst í morgun Það var svo í morgun sem Sigríður Elsa dómari sendi neðangreindan póst á saksóknara og verjendur í stóra kókaínmálinu, mál nr. S-4987/2022. „Í þinghaldi í ofangreindu máli 8. mars sl. tilkynnti dómari að til skoðunar væri hvort brotið hefði verið gegn 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 með fréttaflutningi af málinu 3. mars sl. á vefsíðunni Visir.is og þá hvort tilefni væri til að beita úrræðum XXXVII. kafla laganna af því tilefni. Í nefndri 1. mgr. 11. gr. kemur m.a. fram sú meginregla að óheimilt er að greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur. Var viðkomandi fréttamanni og ábyrgðarmanni frétta á vefmiðlunum gefin kostur á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum hvað þetta varðar. Að því gættu og atvikum er það ákvörðun dómsins að ekki séu forsendur til að taka þetta til frekari meðferðar.“ Reikna má með dómi í stóra kókaínmálinu eftir um fjórar vikur. Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? 9. mars 2023 13:12 Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. 9. mars 2023 10:24 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Aðalmeðferð málsins, þar sem fjórir karlmenn eru ákærðir fyrir aðild að innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni af miklum styrkleika, lauk á miðvikudag, um sjö vikum eftir að hún hófst þann 19. janúar. Sigríður Elsa Kjartansdóttir, dómari í málinu, tók fram við þinghaldið að fjölmiðlabann ríkti þar til öllum skýrslutökum væri lokið í málinu. Vísaði hún til 1. málsgreinar 11. greinar laga um meðferð sakamála. Þar segir: „Óheimilt er öðrum en dómstólum að hljóðrita eða taka myndir í þinghaldi. Jafnframt er óheimilt að streyma hljóði eða mynd úr þinghaldi eða greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur.“ Ritstjórn Vísis ákvað að birta ítarlega frétt um málið þann 3. mars og vísaði til þess að ritstjórnin teldi dómara í málinu ekki túlka með réttum hætti nýlega meginreglu, fyrrnefnda 1. málsgrein 11. greinar laga um meðferð sakamála. Það væri röng túlkun dómara á lögunum að ekki mætti fjalla um neitt fyrr en að öllum skýrslutökum í málinu í heild sé lokið. Reglan sneri að einstaka skýrslutöku yfir einstaka aðilum enda hafi frumvarpinu verið ætlað að takmarka samtímaendursögn úr dómsal. Áður hafði Vísir fjallað um þessa nýlegu breytingu á lögunum sem dómari túlkaði þröngt að mati miðilsins. Þá frétt má lesa hér að neðan. Síðdegis þriðjudaginn 7. mars bárust ritstjóra Vísis og þeim blaðamanni sem skrifaði fréttina 3. mars tölvupóstur frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar óskað eftir því að ritstjóri og blaðamaður mættu fyrir dóminn að morgni miðvikudagsins 8. mars. Reimar Pétursson, lögmaður Sýnar, mætti ásamt þeim Erlu Björgu Gunnarsdóttur ritstjóra og Margréti Björk Jónsdóttur blaðamanni í dómsal og óskaði eftir því að vera skipaður verjandi þeirra í málinu. Sigríður Elsa Kjartansdóttir dómari sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort fjölmiðillinn yrði sektaður. Fulltrúum Vísis hefði verið boðið að gera grein fyrir sinni hlið málsins. Reimar óskaði eftir gögnum málsins og ræddi um tjáningarfrelsi í stjórnarskránni og þá meginreglu að þinghöld skyldu háð í heyranda hljóði. Þá benti hann á að í reglum sem dómari hefur vísað til í málinu segði að ekki mætti greina frá því sem fram kæmi í skýrslutöku, í eintölu, fyrr en að henni lokinni. Ekki stæði í lögunum að bannað væri að greina frá því sem fram kæmi fyrr en öllum skýrslutökum í málinu væri lokið. Þá sendi Blaðamannafélagið frá sér yfirlýsingu um ákvörðun dómarans að banna fréttaflutning af málinu og lýsti yfir þungum áhyggjum. Túlkun dómarans stangaðist á við ákvæði um tjáningarfrelsi í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála, auk þess sem lög kveði skýrt á um að þinghald skuli háð í heyranda hljóði. „Blaðamannafélagið telur augljóst að dómari sé með ákvörðun sinni að túlka þetta ákvæði mun þrengra en löggjafinn hafði áform um og fagnar því að fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hafi ákveðið að láta reyna á túlkunina með því að brjóta gegn fyrirmælum dómarans. Félagið telur mikilvægt í ljósi almannahagsmuna að skorið verði úr um hvort túlkun dómarans sé réttmæt enda hefur þessi rangtúlkun haft þær alvarlegu afleiðingar að fleiri dómarar eru farnir að afbaka ákvæðið sem sama hætti og Sigríður Elsa,“ sagði í yfirlýsingu BÍ. Lögmaður félagsins sendi Dómstólasýslunni, allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis auk dómsmálaráðherra bréf þar sem lagaleg hlið málsins var útskýrð. Bréf barst í morgun Það var svo í morgun sem Sigríður Elsa dómari sendi neðangreindan póst á saksóknara og verjendur í stóra kókaínmálinu, mál nr. S-4987/2022. „Í þinghaldi í ofangreindu máli 8. mars sl. tilkynnti dómari að til skoðunar væri hvort brotið hefði verið gegn 1. mgr. 11. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 með fréttaflutningi af málinu 3. mars sl. á vefsíðunni Visir.is og þá hvort tilefni væri til að beita úrræðum XXXVII. kafla laganna af því tilefni. Í nefndri 1. mgr. 11. gr. kemur m.a. fram sú meginregla að óheimilt er að greina frá því sem sakborningur eða vitni skýrir frá við skýrslutöku meðan á henni stendur. Var viðkomandi fréttamanni og ábyrgðarmanni frétta á vefmiðlunum gefin kostur á að koma á framfæri sínum sjónarmiðum hvað þetta varðar. Að því gættu og atvikum er það ákvörðun dómsins að ekki séu forsendur til að taka þetta til frekari meðferðar.“ Reikna má með dómi í stóra kókaínmálinu eftir um fjórar vikur.
Stóra kókaínmálið 2022 Fjölmiðlar Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? 9. mars 2023 13:12 Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. 9. mars 2023 10:24 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Óumdeilt að keðjan endar ekki hjá Birgi Verjandi Birgis Halldórssonar gaf í skyn að Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri hefði sagt ósatt í framburði sínum í skýrslutöku lögreglu og eins fyrir dómi. Páll sagði Birgi hafa komið að innflutningi efnanna og fengið sig til verksins. Rannsakendur, saksóknari, verjandi og sakborningarnir sjálfir eru sammála um að keðjan endi ekki hjá Birgi. Hvort keðjan endi hjá huldumanninum Nonna er enn stóra spurning málsins og ekki síst hver þessi Nonni er eiginlega? 9. mars 2023 13:12
Segir Daða hafa verið „viljalaust verkfæri“ í höndum Nonna Verjandi Daða Björnssonar, þrítugs karlmanns sem er einn sakborninga í Stóra kókaínmálinu, segir skjólstæðing sinn hálfgert eyland í málinu og að þátttaka hans hefði verið hluti af sjálfsskaðandi hegðun. Daði var í neyslu á þeim tíma sem aðkoma hans að málinu hófst auk þess að rækta og selja fíkniefni. Hann hefur notað tímann í gæsluvarðhaldi til uppbyggingar, stundar nú nám og er virkur í meðferðarstarfi á Litla hrauni. 9. mars 2023 10:24
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda