Dreymdi um Ísland og mun spila fyrir Blika Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2023 15:30 Toni Pressley kvaddi Orlando í vetur eftir sjö ára dvöl og hefur heillast af Íslandi eftir að hafa skoðað landið með landsliðskonunni Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og fleirum. Getty/Instagram@tonideion Breiðablik hefur fengið til sín miðvörð með afar sannfærandi ferilskrá því hin 33 ára gamla Toni Pressley hefur fengið félagaskipti til félagsins. Samningur hennar gildir út leiktíðina 2023. Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins. Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Toni Pressley til Breiðabliks frá Orlando Pride Þessi öflugi örfætti miðvörður á 81 leik að baki með Orlandi Pride í Bandaríkjunum. Toni er fædd árið 1990 og gerir samning við Breiðablik út tímabilið 2023 pic.twitter.com/2BSyIPpfSn— Breiðablik FC (@BreidablikFC) March 10, 2023 Pressley hefur spilað með Orlando Pride í efstu deild Bandaríkjanna mörg undanfarin ár og verið þar liðsfélagi Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Dreymir enn um þennan stað,“ skrifaði Pressley fyrr á þessu ári með stuttu myndbandi á Instagram frá ferðalagi sínu um Ísland þar sem meðal annars má sjá Gunnhildi og eiginkonu hennar, Erin McLeod, taka á móti henni á Keflavíkurflugvelli. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Nú er Pressley svo búin að fá félagaskipti í íslenskt félag en þó ekki Stjörnuna eins og þær Gunnhildur og McLeod, heldur til Breiðabliks. Ætla má að um afar góðan liðsstyrk sé að ræða fyrir Blika en Pressley lék 17 deildarleiki fyrir Orlando Pride á síðustu leiktíð, í einni albestu landsdeild heims, og skoraði eitt mark. View this post on Instagram A post shared by Toni Deion Pressley (@tonideion) Athygli vakti þegar Pressley trúlofaðist Mörtu, þáverandi samherja sínum hjá Orlando Pride og sennilega þekktustu knattspyrnukonu sögunnar, í ársbyrjun 2021 en sambandi þeirra er lokið. Karen María heim til Akureyrar Í gær var greint frá því að miðjumaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir væri farin frá Breiðabliki aftur heim til Þórs/KA, að láni. Karen María er uppalin á Akureyri og lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki með Þór/KA árið 2017, sama ár og liðið varð Íslandsmeistari. Hún gekk í raðir Breiðabliks haustið 2021 þegar liðið var á leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og kom við sögu í 17 deildarleikjum fyrir Blika á síðustu leiktíð, þegar liðið varð í 3. sæti Bestu deildarinnar og 2. sæti Mjólkurbikarsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Þór Akureyri KA Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira