Frænka Blake, Noreen Austin staðfestir andlátið í samtali við Deadline og segir hann hafa látist af völdum hjartasjúkdóms í gær.
Blake er þekktastur fyrir leik í glæpaþáttunum Baretta sem framleiddir voru og sýndir í bandarísku sjónvarpi á árunum 1975 til 1978.

Hann fór jafnframt með hlutverk í fjölda kvikmynda, líkt og Treasure of Sierra Madre þar sem hann lék á móti Humphrey Bogart, og myndinni In Cold Blood frá árinu 1967 sem byggði á samnefndri bók eftir Truman Capote.
Þá vakti hann sömuleiðis athygli fyrir leik sinn í mynd leikstjórans David Lynch, Lost Highway, frá árinu 1997.
Upp úr aldamótum var Blake ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína, Bonnie Lee Bakley, sem fannst látin í bíl Blakes fyrir utan veitingastað í Los Angeles í Bandaríkjunum árið 2001. Blake sagði fyrir dómi að hann hafi verið inni á veitingastaðnum til að sækja skammbyssu þegar Bakley var skotin til bana.
Hann var sýknaður í málinu árið 2004 en tapaði síðar einkamáli sem fjölskylda Bakley höfðaði.