Biden vill hækka skatta á ríka og fyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2023 18:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði í dag fram fjárlagatillögu sína fyrir árið 2024 þar sem hann kallar eftir mikilli útgjaldaaukningu, auk þess að kalla eftir hærri sköttum á eignafólk og fyrirtæki. Tillagan verður aldrei samþykkt þar sem Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug. Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Í tillögu Bidens er lagt til að dregið verði úr skuldum ríkisins um 2,9 billjón dali á næstu tíu árum. Tillagan opnar í raun á viðræður Bidens og Demókrata við Repúblikana um fjárlög næsta árs og markar fyrstu afstöðu Demókrata fyrir þær viðræður. AP fréttaveitan segir að tillagan gæti sömuleiðis verið til marks um kosningaloforð Bidens fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, ákveði hann að bjóða sig aftur fram. Under President Biden s leadership, we ve made historic progress in growing the economy from the bottom up and the middle out not the top down.Today, he is releasing a budget to build on that progress. https://t.co/fjDcj4092E— The White House (@WhiteHouse) March 9, 2023 Repúblikanar hafa sagt að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins með því að skera niður hjá hinu opinbera, án þess þó að segja hvernig. Þeir segjast ekki vilja hækka skatta og óttast þar að auki að skera niður í velferðarmálum af ótta við reiði kjósenda. „Repúblikanar á þingi tala sífellt um að þeir vilji draga úr skuldum ríkisins en þeir hafa ekki lagt fram neina áætlun varðandi hvar þeir ætla að skera niður,“ sagði Shalanda Young, sem stýrði gerð fjárlagatillögu Hvíta hússins. „Okkur hlakkar til að sjá fjárlagafrumvarp þeirra, svo bandaríska þjóðin geti borið það saman við tillögu okkar.“ Kevin McCarthy, þingforseti, sagði í dag að tillögur Bidens gengju ekki nógu langt í niðurskurði og varðandi það að draga úr skuldum. „Það virðist sem hann vilji mynda stærstu ríkisstjórn sögunnar. Ég held að það sé ekki það sem við þurfum núna,“ sagði McCarthy. Í tillögum forsetans er talað um að safna 4,5 biljónum dala á næsta áratug með auknum sköttum á ríkt fólk og stór fyrirtæki. Í grófum dráttum yrði þessum peningum varið í millistétt Bandaríkjanna, aldraða og fjölskyldufólk en þar að auki felur tillagan í sér samdrátt í fjárútlátum til varnarmála á næsta áratug.
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira