Rússar halda uppi öflugum hryðjuverkaárásum á borgir í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2023 19:41 Forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar segir ekki hægt að líða stöðugar sprengjuárásir Rússa á Kjarnorkuverðið í Zaporizhhia sem varð án rafmagns í sjötta sinn í nótt. Að minnsta kosti fimm óbreyttir borgarar féllu í stórfelldum eldflaugaárásum Rússa á fjölda borga í Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Ekki er hægt að kalla eldflaugaárásir Rússa á að minnsta kosti ellefu borgir og bæi í Úkraínu í gærkvöldi og nótt annað en hryðjuverk. Eldflaugunum er beint að raforkuinnviðum og öðrum innviðum sem og íbúabyggð. Rússneskar eldflaugar sem skotið var frá Belograd héraði í Rússlandi sjást á morgunhimninum í Kænugarði.AP/Vadim Belikov Úkraínumenn náðu að skjóta niður 34 af 81 eldflaug sem Rússar skutu og höfnuðu meðal annars borginni Lviv í vestri, höfuðborginni Kænugarði, Kharkiv og Zaporizhhia þannig að rafmagn fór af kjarnorkuverinu þar í sjötta sinn vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása. Verið gekk því í nokkrar klukkustundir á díselvélum sem duga í um tíu klukkutíma. Hér má sjá þær borgir sem Rússar skutu eldflaugum að í gærkvöldi og nótt. Ljósrauðu landsvæðin eru á valdi Rússa en þau fjólubláu hafa Úkraínumenn endurheimt úr klóm þeirra.Grafík/Sara Rafael Grossi forstjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar var nóg boðið eftir þessi tíðindi dagsins. En í fyrra fór hann persónulega með eftirlitssveit sína í kjarnorkuverið. Rafael Grossi varar við afleiðingum loftárása í nágrenni kjarnorkuversins. Fyrr eða síðar muni heppnin bregðast og skelfilegir hlutir gerast. AP/Heinz-Peter Bader „Rétt einu sinni enn er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið keyrt á dísilvélum í neyðarskyni. Það er síðasta varnarlínan.,“ sagði Grossi á fundi með fréttamönnum. Þessi staða gengi ekki lengur. „Ég er furðu lostinn yfir þessu andvaraleysi. Já, andvaraleysi. Hvað erum við að gera til að hindra að þetta gerist? Í hvert sinn tökum við áhættu og ef við látum þetta viðgangast hvað eftir annað mun lukkan snúa við okkur bakinu einn daginn,“ sagði Grossi. Mikið tjón varð á raforkuinnviðum og íbúðabyggð víða um Úkraínu eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa síðast liðna nótt. Hér leitar fólk í rúsum húss í nágrenni Lviv. Fimm manns féllu og fjöldi særðist.AP/Mykola Tys Talið er að Rússar hafi misst á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn í linnulausum tilraunum sínum til að ná Bakhmut í austurhluta landsins á sitt vald undanfarna mánuði. Árásirnar bitna líka á nágrannabæjum eins og Kostyantynivka, þar sem um 70 þúsund manns búa líkt og bjuggu í Bakhmut. Þar rignir einnig stórskotum og eldflaugum eins og ráðþrota Olha Babashkina greinir frá. Tugir þúsunda úkraínskra hermanna hefur fallið í vörnum hersins við ólöglegri innrás Rússa.AP/Efrem Lukatsky „Þeir eru að eyðileggja borgina okkar. Stórskotahríðin dynur á okkur á hverjum degi. Á hverjum degi, kvölds og morgna. Hér sjáið þið afleiðingar stórskotahríðarinnar. Allir eru í áfalli. Allir eru hræddir. Engin orð fá þessu lýst. Ég geng til svefns á kvöldin og veit ekki hvort ég vakna daginn eftir,“ segir hin rúmlega sextuga Babashkina innan um húsarústir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Úkraína Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Ekki er hægt að kalla eldflaugaárásir Rússa á að minnsta kosti ellefu borgir og bæi í Úkraínu í gærkvöldi og nótt annað en hryðjuverk. Eldflaugunum er beint að raforkuinnviðum og öðrum innviðum sem og íbúabyggð. Rússneskar eldflaugar sem skotið var frá Belograd héraði í Rússlandi sjást á morgunhimninum í Kænugarði.AP/Vadim Belikov Úkraínumenn náðu að skjóta niður 34 af 81 eldflaug sem Rússar skutu og höfnuðu meðal annars borginni Lviv í vestri, höfuðborginni Kænugarði, Kharkiv og Zaporizhhia þannig að rafmagn fór af kjarnorkuverinu þar í sjötta sinn vegna eldflauga- og stórskotaliðsárása. Verið gekk því í nokkrar klukkustundir á díselvélum sem duga í um tíu klukkutíma. Hér má sjá þær borgir sem Rússar skutu eldflaugum að í gærkvöldi og nótt. Ljósrauðu landsvæðin eru á valdi Rússa en þau fjólubláu hafa Úkraínumenn endurheimt úr klóm þeirra.Grafík/Sara Rafael Grossi forstjóra Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar var nóg boðið eftir þessi tíðindi dagsins. En í fyrra fór hann persónulega með eftirlitssveit sína í kjarnorkuverið. Rafael Grossi varar við afleiðingum loftárása í nágrenni kjarnorkuversins. Fyrr eða síðar muni heppnin bregðast og skelfilegir hlutir gerast. AP/Heinz-Peter Bader „Rétt einu sinni enn er Zaporizhzhia-kjarnorkuverið keyrt á dísilvélum í neyðarskyni. Það er síðasta varnarlínan.,“ sagði Grossi á fundi með fréttamönnum. Þessi staða gengi ekki lengur. „Ég er furðu lostinn yfir þessu andvaraleysi. Já, andvaraleysi. Hvað erum við að gera til að hindra að þetta gerist? Í hvert sinn tökum við áhættu og ef við látum þetta viðgangast hvað eftir annað mun lukkan snúa við okkur bakinu einn daginn,“ sagði Grossi. Mikið tjón varð á raforkuinnviðum og íbúðabyggð víða um Úkraínu eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa síðast liðna nótt. Hér leitar fólk í rúsum húss í nágrenni Lviv. Fimm manns féllu og fjöldi særðist.AP/Mykola Tys Talið er að Rússar hafi misst á bilinu 20 til 30 þúsund hermenn í linnulausum tilraunum sínum til að ná Bakhmut í austurhluta landsins á sitt vald undanfarna mánuði. Árásirnar bitna líka á nágrannabæjum eins og Kostyantynivka, þar sem um 70 þúsund manns búa líkt og bjuggu í Bakhmut. Þar rignir einnig stórskotum og eldflaugum eins og ráðþrota Olha Babashkina greinir frá. Tugir þúsunda úkraínskra hermanna hefur fallið í vörnum hersins við ólöglegri innrás Rússa.AP/Efrem Lukatsky „Þeir eru að eyðileggja borgina okkar. Stórskotahríðin dynur á okkur á hverjum degi. Á hverjum degi, kvölds og morgna. Hér sjáið þið afleiðingar stórskotahríðarinnar. Allir eru í áfalli. Allir eru hræddir. Engin orð fá þessu lýst. Ég geng til svefns á kvöldin og veit ekki hvort ég vakna daginn eftir,“ segir hin rúmlega sextuga Babashkina innan um húsarústir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kjarnorka Úkraína Tengdar fréttir Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22 Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44 Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Sjá meira
Umfangsmiklar loftárásir víðsvegar um Úkraínu Allt að 40 prósent af íbúum Kænugarðs eru án hita eftir umfangsmiklar loftárásir Rússa á skotmörk víðsvegar í landinu. Árásirnar virðast meðal annars hafa beinst gegn orkuinnviðum og hafa valdið rafmagnsleysi í Kharkív, Odessa og víðar. 9. mars 2023 06:22
Segja rússneska björninn búinn á því Avril D. Haines, æðsti yfirmaður leyniþjónustusamfélags Bandaríkjanna, sagði bandarískum öldungadeildarþingmönnum í dag að rússneski herinn hefði líklega ekki burði til að leggja undir sig mikið meira landsvæði í Úkraínu á þessu ári. Þess í stað séu þeir líklegir til að byggja upp varnir og reyna að halda þeim svæðum sem þeir hafa náð. 8. mars 2023 19:44
Síðasta orrusta Wagner? Serhiy Cherevaty, yfirmaður hersveita Úkraínu í austurhluta landsins, segir orrustuna um Bakhmut þá síðustu sem sveitir Wagner málaliðahópsins munu há. Hann segir þúsundir liðsmanna Wagner hafa fallið í átökunum. 8. mars 2023 10:29