Saka Íslensku óperuna um rasisma Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2023 10:09 Fólk af asískum uppruna hefur gagnrýnt Íslensku óperuna fyrir „yellow face“. Íslenska óperan Fólk af asískum uppruna búsett á Íslandi hefur undanfarna daga gagnrýnt uppsetningu Íslensku óperunnar á Madama Butterfly. Leikarar og söngvarar verksins eru flestir hvítir og frá Íslandi en í uppsetningunni eru þeir farðaðir svo þeir líti út fyrir að vera asískir. Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs. Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fiðluleikarinn Laura Liu var fyrst til að vekja athygli á málinu á Facebook-síðu sinni. Laura er í 1. fiðludeild Sinfóníuhljómsveitar Íslands en er af kínverskum og bandarískum uppruna. Hún sakar óperuna um „yellow face“ sem er notkun á farða til þess að hvítt fólk líti út fyrir að vera asískt. Þegar „yellow face“-gervi eru notuð stuðla þau oftar en ekki að ýktum staðalímyndum frekar en raunverulegu útliti. Laura Liu er hér til vinstri.Sinfóníuhljómsveit Íslands Verkið Madama Butterfly var samið af ítalska skáldinu Giacomo Puccini og er byggt á smásögu eftir Bandaríkjamanninn John Luther Long. Verkið fjallar um japanska stúlku sem verður ástfangin af sjóliðsforingja í bandaríska hernum. Laura birti nokkrar myndir af leikurum sýningarinnar og óskaði einfaldlega eftir því að aðstandendur sýningarinnar myndu gera betur en þetta. Ekki japanska Fleiri einstaklingar af asískum uppruna hafa brugðist við með ummælum undir færslu Lauru, meðal annars hin japanska Yuka Ogura sem hefur verið búsett hér á landi síðan árið 2003. Hún setur út á það að letrið sem notað er í leikmynd sýningarinnar virðist vera kínverskt en ekki japanskt en sögusvið verksins er Japan. Michiel Dijkema, leikstjóri og leikmyndahönnuður verksins, svarar fyrir það í ummælum undir færslu Lauru. Hann segir að notast sé við japanska letrið Kanji sem vissulega er mjög svipað kínversku. Honum var þó snögglega bent á það að sé bókstöfum Kanji ekki raðað upp eftir japanskri hefð sé það alls ekki lengur japanskur texti. Svipað væri að raða stöfunum L, H, S og T upp saman og kalla það íslensku. Letrið sést hér í bakgrunninum.Facebook/Laura Liu Dijkema þvertekur einnig fyrir það að farði leikaranna sé „yellow face“. Aldrei hafi verið reynt að breyta húðlit leikaranna eða augum þeirra til þess að gera þá asískari í útliti. „Farðinn sem við notum lætur söngvarana í raun og veru verða mun hvítari (hvítari en Íslendingar). Auðvitað er heildarútkoman japönsk en farðinn er ekki hluti af hinni sögulegu og andstyggilegu hefð sem „yellow face“ er,“ skrifar Dijkema. Skaðlegar staðalímyndir Daniel Roh, kennari og uppistandari af asískum uppruna sem búsettur er hér á landi, skrifaði í dag skoðanagrein sem hann birti á Vísi. Þar gagnrýnir hann uppsetninguna og það að ríkið skuli styrkja uppsetningu sem endursegir rasíska frásögn. „Fjölmargir einstaklingar af asískum uppruna sem búsettir eru á Íslandi hafa gagnrýnt uppsetninguna. Þeir segja að yellowface (það að láta hvíta leikara líta út fyrir að vera frá Asíu með því að nota hárkollur, farða og búninga) sé skaðlegt og heldur uppi skaðlegum staðalímyndum,“ segir Daniel. Hann gagnrýnir svör Dijkema og segir hann geta réttlætt þetta þar sem hann skorti skilning og upplifunina til að tjá sig um svo flókið umræðuefni. Daniel sendir Íslensku óperunni svo opið bréf þar sem hann kallar eftir því að uppsetningunni verði breytt þannig ekki sé notast við yellow face. Búið er að skipuleggja mótmæli fyrir utan Hörpu á laugardaginn frá klukkan 18:30 til 19:30. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, án árangurs.
Kynþáttafordómar Tónlist Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira