„Ég hata fréttamenn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2023 10:30 Ingrid Landmark Tandrevold talar við þjálfara sinn á Patrick Oberegger á HM í Nove Mesto. Getty/Christian Manzoni Norska skíðaskotfimikonan Ingrid Landmark Tandrevold klúðraði gjörsamlega boðgöngunni fyrir þjóð sína á HM á dögunum, var mjög pirruð í viðtölum eftir keppnina og missti sig síðan á samfélagsmiðlinum Youtube. Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold. Skíðaíþróttir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira
Norska sveitin þótti sigurstranglegust í boðgöngunni á HM en gangan breyttist fljótt í martröð fyrir hina 26 ára gömlu Tandrevold. Hún klikkaði á fjórum skotum og þurfti að fara í þrjá refsingahringi sem átti mikinn þátt í því að norska sveitin endaði í sjötta sæti í keppninni. Fréttamenn biðu eftir Tandrevold eftir keppnina og það gekk ekki allt of vel. Hún vildi skiljanlega vera allt annars staðar. "Blir för mycket känslor"https://t.co/YKurZFPsRI— SVT Sport (@SVTSport) March 8, 2023 Eftir keppnin mætti hún á Youtube og kvartaði yfir þeirri stöðu sem hún var sett í. „Það er svo leiðinlegt að þurfa að standa sér og svara fyrir það í fimmtíu viðtölum af hverju ég skaut svona illa, af hverju ég sé svona leiðinleg og af hverju ég stóð mig ekki. Ég reyni allt sem ég get til að gera vel. Það er ekki svo auðvelt að trúa á sig þegar allir segja að þú sért léleg,“ sagði Ingrid Landmark Tandrevold á Youtube og hélt áfram: „Ég hata fréttamenn. Þeir eru voðalegir vinir þínir þegar allt gengur vel og svo ömurlegir við þig þegar það gengur illa,“ sagði Tandrevold. Tandrevold sa hun «hater journalister» nå svarer hun på ordbruken: https://t.co/UR0mxVhFOF— NRK Sport (@NRK_Sport) March 6, 2023 Norska ríkissjónvarpið talaði síðan við Tandrevold þegar henni hafði runnið reiðin. „Ég talaði beint við myndavélina mína rétt eftir keppnina. Ég hefði aldrei sagt sömu hluti viku síðar. Það er hugmyndin á bak við þessi myndbönd. Að sýna hvernig það er að vera að keppa og þurfa að fara í gegnum allar þessar tilfinningar,“ sagði Tandrevold. „Ég hata ykkur ekki og ég hata heldur ekki hina fréttamennina. Ég reyndi að segja frá því hvernig mér leið á þessari stundu og hefði aldrei sagt þetta nokkrum dögum síðar. Það fylgja þessu miklar tilfinningar sem koma og fara,“ sagði Tandrevold.
Skíðaíþróttir Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Sjá meira