Fjórum sinnum fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart sjókvíeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. mars 2023 14:08 Frá laxeldi í sjó við Patreksfjörð. Vísir/Einar Árnason Um 61 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir hagsmunasamtök um verndun laxastofnsins. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Í könnuninni var spurt: „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum? Spurt var einnig hvort þáttakendur teldu að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum og af þeim 79 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru tveir þriðju á því að það ætti að banna það, eða 52 prósent. Könnunin var gerð í öllum landshlutum dagana 16. - 27. febrúar. Úrtakið var 1822 manns og fjöldi svarenda 956 manns eða sem nemur rúmum 52 prósentum. Nokkra breytingu má merkja í afstöðu frá því sem var í samskonar könnun Gallup hausið 2021. Þá voru rúmlega tvöfalt fleiri neikvæðir gagnvart sjókvíeldi en jákvæðir. Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF), Íslenski Náttúruverndarsjóðurinn (IWF), Landssambandi Veiðifélaga og Laxinn Lifi skora á ríkisstjórn Íslands að hlusta á vilja þjóðarinnar og hverfa frá þeirri mengandi og skaðlegu starfsemi sem laxeldi í opnum sjókvíum er. „Reynsla annara þjóða sýnir að umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru óásættanlegt og það er ekki réttlætanlegt að útrýma villtum laxastofnum og vistkerfum fyrir ofsagróða sjókvíaeldisfyrirtækja,“ segir í tilkynningu. „Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir skýrt að regluverk og eftirlit með iðnaðinum er í molum og að hagsmunaverðir iðnaðarins hafa haft óeðlilega mikil áhrif á löggjöfina. Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þegar hafa grafalvarleg umhverfisslys átt sér stað. Helst ber þar að nefna sleppingu hjá Arnarlaxi þar sem 88.000 frjóir, norskir eldislaxar sluppu út úr einni sjókví út í íslenskt vistkerfi.“ Öll áform um stækkun iðnaðarins séu hrein aðför að náttúru landsins og villtum laxi, gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Tengd skjöl Sjókvíeldi-gallupPDF220KBSækja skjal Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. 19. janúar 2023 13:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Í könnuninni var spurt: „Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) ertu gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum? Spurt var einnig hvort þáttakendur teldu að banna ætti laxeldi í opnum sjókvíum og af þeim 79 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru tveir þriðju á því að það ætti að banna það, eða 52 prósent. Könnunin var gerð í öllum landshlutum dagana 16. - 27. febrúar. Úrtakið var 1822 manns og fjöldi svarenda 956 manns eða sem nemur rúmum 52 prósentum. Nokkra breytingu má merkja í afstöðu frá því sem var í samskonar könnun Gallup hausið 2021. Þá voru rúmlega tvöfalt fleiri neikvæðir gagnvart sjókvíeldi en jákvæðir. Verndarsjóður Villtra Laxastofna (NASF), Íslenski Náttúruverndarsjóðurinn (IWF), Landssambandi Veiðifélaga og Laxinn Lifi skora á ríkisstjórn Íslands að hlusta á vilja þjóðarinnar og hverfa frá þeirri mengandi og skaðlegu starfsemi sem laxeldi í opnum sjókvíum er. „Reynsla annara þjóða sýnir að umhverfisáhrif sjókvíaeldis eru óásættanlegt og það er ekki réttlætanlegt að útrýma villtum laxastofnum og vistkerfum fyrir ofsagróða sjókvíaeldisfyrirtækja,“ segir í tilkynningu. „Nýútkomin skýrsla ríkisendurskoðunar sýnir skýrt að regluverk og eftirlit með iðnaðinum er í molum og að hagsmunaverðir iðnaðarins hafa haft óeðlilega mikil áhrif á löggjöfina. Iðnaðurinn fær að hafa eftirlit með sjálfum sér og nú þegar hafa grafalvarleg umhverfisslys átt sér stað. Helst ber þar að nefna sleppingu hjá Arnarlaxi þar sem 88.000 frjóir, norskir eldislaxar sluppu út úr einni sjókví út í íslenskt vistkerfi.“ Öll áform um stækkun iðnaðarins séu hrein aðför að náttúru landsins og villtum laxi, gegn vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Tengd skjöl Sjókvíeldi-gallupPDF220KBSækja skjal
Fiskeldi Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25 Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27 „Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. 19. janúar 2023 13:00 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Aldrei meiri afföll í sjókvíaeldinu Afföll í sjókvíeldi á síðasta ári voru meiri en nokkru sinni áður. Þetta kemur fram á Mælaborði fiskeldis hjá Matvælastofnun. 23. febrúar 2023 08:25
Kolsvört skýrsla um fiskeldi og metfjöldi ábendinga Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er í áfalli eftir kynningu ríkisendurskoðanda á skýrslu sinni um sjókvíaeldi, lagaframkvæmd, stjórnsýslu og eftirlit. Ríkisendurskoðandi hefur aldrei gert jafn margar athugasemdir í skýrslu sinni. 6. febrúar 2023 11:27
„Merkilegt ef við ætlum að skjóta skjólshúsi yfir skattaflóttafólk frá Noregi“ Talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins telur hugmyndir SFS um að margfalda sjókvíaeldi villandi, umhverfisáhrifin af því séu ekki verjanleg. Norsk fiskeldisfyrirtæki flýi hingað því skattaumhverfið sé hagstæðara en í Noregi og taki svo hagnaðinn aftur heim. 19. janúar 2023 13:00