Reykjanes geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 20:44 Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Vísir/Arnar Reykjanesklasinn gekk nýverið frá kaupum á byggingum Norðuráls í Helguvík og er ætlunin að breyta húsnæðinu í svokallaðan grænan iðngarð. Reykjanesið geti orðið kyndilberi í grænni uppbyggingu enda mikil tækifæri á svæðinu. Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi. Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Þrátt fyrir miklar tilraunir hefur lítið orðið úr stóriðju í Helguvík og bæði möguleg starfsemi kísilvers og álvers þar úr sögunni. Nú hafa hins vegar verið fundin not fyrir húsnæðið sem þar er en nýta á húsnæðið í græna iðngarða. „Þarna er hellingur af lóðum sem eru lausar og mannvirki sömuleiðis sem hægt er að nýta. Það eru komnar frábærar hugmyndir um að nýta þær í græna iðngarða,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco. Ætlunin sé að hýsa þarna innlend og erlend fyrirtæki sem þurfi rými fyrir sprotastarf, rannsóknar- og tilraunastarfsemi, þróun og framleiðslu, með hringrásarkerfi að leiðarljósi. „Þar sem verið er að nýta það sem við höfum hingað til kallað úrgang, er verið að nýta í annað.“ Iðngarðarnir eru hluti af enn stærra verkefni, sem Kadeco hefur séð um að þróa, um heildræna uppbyggingu á svæðinu í kring um Keflavíkurflugvöll. Þróunaráætlunin verður kynnt á fimmtudag en hún nær til ársins 2050. „Helguvíkin og Bergvíkin eru hluti af því svæði, þar sem verða einmitt þessir grænu iðngarðar, og sömuleiðis erum við að leggja til önnur þróunarsvæði eins og á Ásbrú, við flugstöðina og með fram Reykjanesbrautinni,“ segir Pálmi. Þar sé meðal annars stefnt á að fjölbreytta atvinnustarfsemi, þjónustumiðstöð fyrir Reykjanesskagann og stórbættar samgöngur, enda mikil tækifæri á svæðinu. „Við lítum á þetta svæði sem helst vaxtarsvæði Íslands á næstu áratugum.“ Bæði megi fjölga tækifærum tengdum flugvellinum en líka ótengdum honum, svo svæðið verði ekki jafn háð farþegaflugi. Þetta megi allt gera með hringrásina í huga. „Við getum algjörlega stokkið á þann vagn og orðið kyndilberar í þeirri þróun,“ segir Pálmi.
Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Áliðnaður Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira