„Þetta var allt mjög óeðlilegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. mars 2023 07:01 Birgir huldi höfuð sitt við aðalmeðferð málsins. Vísir Rannsakendur lögreglu telja að Birgir Halldórsson, einn af sakborningum í stóra kókaínmálinu, sé ekki jafn lítið peð í málinu og hann heldur sjálfur fram. Hann segist aðeins hafa verið milliliður en lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins telur Birgir sé sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað,“ líkt og það var orðað við aðalmeðferð málsins. Annar rannsakandi sagði frá því að Birgir og sambýliskona hans hefðu lifað lúxuslífstíl þrátt fyrir að vera ýmist á bótum eða á lágmarkslaunum. Birgir Halldórsson er tuttugu og sjö ára. Hann er einn af fjórum sakborningum í hinu svokallaða Stóra kókaínmáli, grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Við aðalmeðferð málsins fullyrti Birgir að hans aðkoma að málinu hafi verið óveruleg. Hann sagði sitt hlutverk aðeins hafa verið að bera upplýsingar á milli manna eftir að efnin voru komin til landsins. Hann kvaðst ekki hafa komið nálægt skipulagningu innflutningsins né hafa haft hugmynd um magn fíkniefnanna. Þá gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og sagði enga mikilvæga aðila ákærða vegna málsins. Rannsakendur ekki á sama máli Rannsakendur málsins sem báru vitni fyrir dómi voru ekki á því að Birgir væri aðeins „lítill hlekkur í langri keðju“, líkt og hann sjálfur vill meina. Lögreglumaður sagði að talið væri að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað.“ Gögn málsins sýna að Birgir sé sá sem kom skilaboðum og peningum til Jóhannesar Páls Durr, vinar síns, sem kom því áleiðis til Páls Jónssonar. Jóhannes og Páll eru einnig sakborningar í málinu. Birgir, við hlið Jóhannesar vinar síns við aðalmeðferð málsins í gær. Báðir segjast aðeins milliliðir í málinu auk þess sem þeir fullyrða að hafa ekki vitað um þátttöku hvors annars fyrirfram. Þá er einnig staðfest að Birgir var í samskiptum við óþekktan aðila sem kallar sig „Nonna“ sem ljóst er að er einn af höfuðpaurum í málinu en hefur aldrei fundist. Sjálfur hefur Birgir sagst hafa tekið við fyrirmælum frá Nonna og borið þau áfram. Á lokadegi aðalmeðferðar sagði síðasta vitni málsins, rannsóknarlögreglukona, að gögn málsins bentu til þess að Jóhannes hafi vissulega séð um að bera skilaboð á milli Birgis og Páls. Hins vegar benti ekkert til þess að Birgir hafi komið skilaboðum til annars. „Óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið“ Auk þess að vera ákærður fyrir aðild sína að fíkniefnamálinu er Birgir, líkt og hinir sakborningarnir, ákærður fyrir peningaþvætti. Lögreglukonan kom meðal annars að fjármálagreiningu Birgis. Niðurstaða þeirrar greiningar sýndi fram á þrettán milljónir króna í óútskýrðar tekjur á tímabilinu 2020 til 2022. Hún sagði að þrátt fyrir að Birgir hafi verið með einhverjar tekjur hafi framfærsla hans verið langt undir viðmunarmörkum. Tekjur sambýliskonur hans voru einnig skoðaðar vandlega. Sambýliskonan var á bótum á þessu tímabili og lögreglukonan sagði að þrátt fyrir að framfærslutekjur hennar væru aðeins meiri en Birgis hefði einnig verið talsvert um óútskýrðar tekjur. „Þau búa þarna í risastóru einbýlishúsi, keyrðu um á dýrum bílum og mikill lúxus í kringum þau. Þetta var allt mjög óeðlilegt.“ Birgir átti sextíu prósent í umræddu einbýlishúsi sem hann bjó í ásamt sambýliskonu sinni. Faðir hans á hin fjörutíu prósentin og greiddi fasteignagjöld, hita og rafmagn og allt sem tengist eigninni þrátt fyrir að Birgir hafi búið í húsinu. „Það telst óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið. Verður að teljast óútskýrt og ótrúverðugt,“ sagði lögreglukonan. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Birgir Halldórsson er tuttugu og sjö ára. Hann er einn af fjórum sakborningum í hinu svokallaða Stóra kókaínmáli, grunaður um að eiga aðild að fyrirhuguðum innflutningi á hundrað kílóum af kókaíni sem til stóð að flytja til Íslands í viðardrumbum. Við aðalmeðferð málsins fullyrti Birgir að hans aðkoma að málinu hafi verið óveruleg. Hann sagði sitt hlutverk aðeins hafa verið að bera upplýsingar á milli manna eftir að efnin voru komin til landsins. Hann kvaðst ekki hafa komið nálægt skipulagningu innflutningsins né hafa haft hugmynd um magn fíkniefnanna. Þá gagnrýndi hann rannsókn lögreglu og sagði enga mikilvæga aðila ákærða vegna málsins. Rannsakendur ekki á sama máli Rannsakendur málsins sem báru vitni fyrir dómi voru ekki á því að Birgir væri aðeins „lítill hlekkur í langri keðju“, líkt og hann sjálfur vill meina. Lögreglumaður sagði að talið væri að hann væri sá sem „sér um það sem vantar hér á landi, að það sé skaffað.“ Gögn málsins sýna að Birgir sé sá sem kom skilaboðum og peningum til Jóhannesar Páls Durr, vinar síns, sem kom því áleiðis til Páls Jónssonar. Jóhannes og Páll eru einnig sakborningar í málinu. Birgir, við hlið Jóhannesar vinar síns við aðalmeðferð málsins í gær. Báðir segjast aðeins milliliðir í málinu auk þess sem þeir fullyrða að hafa ekki vitað um þátttöku hvors annars fyrirfram. Þá er einnig staðfest að Birgir var í samskiptum við óþekktan aðila sem kallar sig „Nonna“ sem ljóst er að er einn af höfuðpaurum í málinu en hefur aldrei fundist. Sjálfur hefur Birgir sagst hafa tekið við fyrirmælum frá Nonna og borið þau áfram. Á lokadegi aðalmeðferðar sagði síðasta vitni málsins, rannsóknarlögreglukona, að gögn málsins bentu til þess að Jóhannes hafi vissulega séð um að bera skilaboð á milli Birgis og Páls. Hins vegar benti ekkert til þess að Birgir hafi komið skilaboðum til annars. „Óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið“ Auk þess að vera ákærður fyrir aðild sína að fíkniefnamálinu er Birgir, líkt og hinir sakborningarnir, ákærður fyrir peningaþvætti. Lögreglukonan kom meðal annars að fjármálagreiningu Birgis. Niðurstaða þeirrar greiningar sýndi fram á þrettán milljónir króna í óútskýrðar tekjur á tímabilinu 2020 til 2022. Hún sagði að þrátt fyrir að Birgir hafi verið með einhverjar tekjur hafi framfærsla hans verið langt undir viðmunarmörkum. Tekjur sambýliskonur hans voru einnig skoðaðar vandlega. Sambýliskonan var á bótum á þessu tímabili og lögreglukonan sagði að þrátt fyrir að framfærslutekjur hennar væru aðeins meiri en Birgis hefði einnig verið talsvert um óútskýrðar tekjur. „Þau búa þarna í risastóru einbýlishúsi, keyrðu um á dýrum bílum og mikill lúxus í kringum þau. Þetta var allt mjög óeðlilegt.“ Birgir átti sextíu prósent í umræddu einbýlishúsi sem hann bjó í ásamt sambýliskonu sinni. Faðir hans á hin fjörutíu prósentin og greiddi fasteignagjöld, hita og rafmagn og allt sem tengist eigninni þrátt fyrir að Birgir hafi búið í húsinu. „Það telst óeðlilegt að pabbi hans haldi honum uppi á meðan hann keyrir um á fjórtán miljón króna bifreið. Verður að teljast óútskýrt og ótrúverðugt,“ sagði lögreglukonan.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“? 3. mars 2023 07:00