Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:37 Hollenskir tollverðir fundu hundrað kíló af kókaíni sem flytja átti til Íslands. Til hægri er einn af sakborningum í málinu, Jóhannes Páll Durr, við aðalmeðferð í morgun. Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“ Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira