Endurskoða þurfi tilnefningarnefnd Edduverðlaunanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2023 13:01 Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur, kallar eftir því að tilnefningarnefnd Edduverðlaunanna verði endurskoðuð. samsett/vísir Kvikmyndafræðingur sem segir að tilnefninganefnd Edduverðlaunanna hafi gengið fram hjá myndinni Skjálfta kallar eftir því að nefndin og mönnun hennar verði endurskoðuð. Hún vill að kvikmyndafræðingar fái aukið vægi auk erlendra aðila. Líkt og svo oft áður hafa fjölmargir innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpsbransans á Íslandi tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Sérstaka athygli hefur vakið að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. Kvikmyndin hlaut mikið lof gagnrýnenda á kvikmyndahátíð í Tallin í Eistlandi og þótti leikkonan Aníta Briem sýna afburðarframmistöðu. Fagmennska á öllum sviðum Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur tjáði sig um málið á Facebook um helgina þar sem hún spyr hvers vegna Skjálfti hafi ekki fengið fleiri tilnefningar - en myndin var einungis tilnefnd í flokknum hljóð ársins og tónlist ársins. „Fólki getur líkað við myndir eða líkað ekki við myndir, fundist þær skemmtilegar eða leiðinlegar eða hvað sem er. En þarna erum við að tala um fagmennsku á öllum sviðum og einstaka frumraun sem allt í einu er eins og bara gengið hafi verið fram hjá.“ Fjölmargir í bransanum taka undir með Sigríði sem segist hafa búist við því að myndin fengi tilnefningu fyrir leik Anítu og Eddu Björgvinsdóttur auk tilnefningar fyrir leikstjórn og handrit. Kallar eftir endurskoðun Sigríður er þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi tilnefningarnefndina og mönnun hennar. „Ég er smá skeptísk á að það sé bara bransinn sem er í nefndinni því hann er svo lítill þessi bransi. Ég þekki hann svo vel og allir þekkja alla. Það er erfitt að fá fólk í nefndina því það er í verkum sjálft og það er líka erfitt að vera hlutlaus þegar vinir manns eru að gera mynd.“ „Þannig ég myndi gjarnan vilja sjá nefnd sem væri skipuð til helmings af kvikmyndafræðingum og bransafólki af því að nú eigum við fullt af kvikmyndafræðingum. Þetta er ekki eins og þegar ég var að byrja þegar við vorum teljandi á fingrum annarrar handar. Svo myndi ég gjarnan vilja að stór hluti nefndarinnar væri erlendur. Þetta er alveg framkvæmanlegt og þá held ég að það væri tekið meira mark á þessum verðlaunum.“ Oft halli á konur Þá segir hún að oft halli á konur í tilnefningum. „Ása Helga fékk virkilega verðskuldaðar tilnefningar, frábær myndin hennar en það var pínu eins og hún væri eina konan í mörgum flokkum sem fékk séns og svo voru hinir karlar.“ Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Líkt og svo oft áður hafa fjölmargir innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpsbransans á Íslandi tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Sérstaka athygli hefur vakið að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. Kvikmyndin hlaut mikið lof gagnrýnenda á kvikmyndahátíð í Tallin í Eistlandi og þótti leikkonan Aníta Briem sýna afburðarframmistöðu. Fagmennska á öllum sviðum Sigríður Pétursdóttir, kvikmyndafræðingur tjáði sig um málið á Facebook um helgina þar sem hún spyr hvers vegna Skjálfti hafi ekki fengið fleiri tilnefningar - en myndin var einungis tilnefnd í flokknum hljóð ársins og tónlist ársins. „Fólki getur líkað við myndir eða líkað ekki við myndir, fundist þær skemmtilegar eða leiðinlegar eða hvað sem er. En þarna erum við að tala um fagmennsku á öllum sviðum og einstaka frumraun sem allt í einu er eins og bara gengið hafi verið fram hjá.“ Fjölmargir í bransanum taka undir með Sigríði sem segist hafa búist við því að myndin fengi tilnefningu fyrir leik Anítu og Eddu Björgvinsdóttur auk tilnefningar fyrir leikstjórn og handrit. Kallar eftir endurskoðun Sigríður er þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi tilnefningarnefndina og mönnun hennar. „Ég er smá skeptísk á að það sé bara bransinn sem er í nefndinni því hann er svo lítill þessi bransi. Ég þekki hann svo vel og allir þekkja alla. Það er erfitt að fá fólk í nefndina því það er í verkum sjálft og það er líka erfitt að vera hlutlaus þegar vinir manns eru að gera mynd.“ „Þannig ég myndi gjarnan vilja sjá nefnd sem væri skipuð til helmings af kvikmyndafræðingum og bransafólki af því að nú eigum við fullt af kvikmyndafræðingum. Þetta er ekki eins og þegar ég var að byrja þegar við vorum teljandi á fingrum annarrar handar. Svo myndi ég gjarnan vilja að stór hluti nefndarinnar væri erlendur. Þetta er alveg framkvæmanlegt og þá held ég að það væri tekið meira mark á þessum verðlaunum.“ Oft halli á konur Þá segir hún að oft halli á konur í tilnefningum. „Ása Helga fékk virkilega verðskuldaðar tilnefningar, frábær myndin hennar en það var pínu eins og hún væri eina konan í mörgum flokkum sem fékk séns og svo voru hinir karlar.“
Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31 Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kurr í menningarbransanum vegna tilnefninga til Edduverðlauna Margir aðilar innan leikhúss, leiklistar og sjónvarpssbransans á Íslandi hafa tjáð sig um tilnefningar til Edduverðlaunanna sem gefnar voru út á dögunum. Það hefur vakið sérstaka athygli að kvikmyndin Skjálfti í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur hafi ekki hlotið fleiri tilnefningar en raun ber vitni. 5. mars 2023 11:31
Verbúðin sópar að sér tilnefningum til Edduverðlauna Tilnefningar til Edduverðlaunanna 2023 voru tilkynntar í dag. Sjónvarpsþættirnir vinsælu Verbúðin hljóta flestar tilnefningarnar í ár en þar á eftir kemur kvikmyndin Svar við bréfi Helgu. Verðlaunin verða veitt í Háskólabíói þann 19. mars næstkomandi. 3. mars 2023 15:09