Innlent

Helmingi minna greitt út í fyrra en árið á undan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Kvikmyndatónlist er í auknum mæli tekin upp hér á landi.
Kvikmyndatónlist er í auknum mæli tekin upp hér á landi.

Sjötíu og fjórir umsækjendur fengu endurgreiðslu í fyrra vegna hljóðritunar á tónlist, samtals 27 milljónir króna en árið 2021 voru greiddar út 56 milljónir króna. 

Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í svör frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 

Um er að ræða endurgreiðslur á grundvelli laga frá 2016, sem höfðu það að markmiði að efla tónlistariðnaðinn á Íslandi með því að endurgreiða 25 prósent kostnaðar vegna hljóðritunar.

Gunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, segir kórónuveirufaraldurinn skýra samdráttinn í fyrra og að raunin sé sú að hljóðritun á tónlist sé í miklum vexti.

„Ég held að þetta sé búið að vera stigvaxandi. Svo finnst mér núna, á síðustu metrunum, þá er þetta að taka risastökk og það helgast svolítið af því sem er að gerast hjá Menningarfélagi Akureyrar fyrir norðan og Reykjavík Recording Studios í Reykjavík þar sem kvikmyndatónlistin er að koma öflug inn,“ segir Gunnar í samtali við Morgunblaðið.

Af greiðslunum í fyrra fóru 74 prósent til innlendra aðila og 26 prósent til erlendra aðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×