„Þetta er algjörlega breyttur heimur“ Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 23:27 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Bylgjan Doktor í fjármálum segir heiminn algjörlega breyttan eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann segir að stríðið muni hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hagstjórn í ríkjum heimsins. Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan: Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Dr. Ásgeir Brynjar Torfason mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar í morgun í tilefni af því að nýverið var liðið eitt ár frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur rýnt ítarlega í efnahagslegar afleiðingar innrásarinnar og hvaða áhrif viðskiptaþvingarnir vesturlanda gagnvart Rússlandi hafa haft. Hann segir efnahagsaðgerðir í kjölfar innrásarinnar hafa verið þær mestu sem sést hafa í sögunni. Þannig hafi til að mynda stór hluti eigna Seðlabanka Rússlands erlendis verið frystur og flest erlend fyrirtæki hætt starfsemi sinni í Rússlandi. Þrátt fyrir það hafi efnahagslegar varnaraðgerðir seðlabankans og seðlabankastjórans Elviru Nabiullina gengið vel. Hana megi í raun kalla efnahagslegan snilling. „Þrátt fyrir að helmingur eða þriðjungur forða rússneska seðlabankans í erlendum myntum hafi verið frystur, þá byggði hún bara upp nýjan forða. Af því að það voru sett á gjaldeyrishöft, af því að allar tekjur af gasi og olíu runnu í ríkissjóð,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá bendir hann á að aðgerðir Evrópuríkja hafi tekið allt síðasta ár að taka gildi. Þannig hafi flæði gass og olíu frá Rússlandi ekki stöðvast fyrr en í desember í fyrra. Þannig hafi efnahagsmótspyrna Rússa gengið vel, efnahagurinn hafi ekki dregist saman um fimmtán til tuttugu prósent heldur um tvö til þrjú prósent, minna en í Bretlandi, til dæmis. Þó verði að taka þessum tölum með fyrirvara. Flókin staða í heimshagkerfinu Ásgeir Brynjar segir að ýmsir þættir tengdir innrás Rússa í Úkraínu muni hafa efnahagsleg áhrif um allan heim um ókomna tíð. Upp sé komin flókin staða í heimshagkerfinu. Víða sé aukinn hagvöxtur, uppsveifla og skortur á starfsfólki en einnig hallarekstur þar sem verið sé að eyða miklu í hernað. Þannig séum við Íslendingar ein fárra þjóða sem grætt hafi efnahagslega á ástandinu vegna hækkandi álverðs, með tilheyrandi auknum hagnaði Landsvirkjunar og auknum arðgreiðslum í ríkissjóð. Þó það sé auðvitað ekki fallegt að hugsa til þess. „Við erum í miðju auganu á storminum núna, það verður ekkert aftur eins og það var. Það er ómögulegt að vita hvernig spilast hér og þar. En allavega í Evrópu og á Norðurlöndunum, sem ég sé einna mest, þar er algjörlega umbreytt ástand í alþjóðamálum, alþjóðaviðskiptum og líka náttúrulega varnarmálum. Og bara heimsmyndinni sem maður horfir á, heimurinn er breyttur.“ Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns má heyra í spilaranum hér að neðan:
Innrás Rússa í Úkraínu Efnahagsmál Sprengisandur Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira