Strategían að flytja í miðju Covid heppnaðist Árni Sæberg skrifar 5. mars 2023 18:55 Fjölskyldan unir sér vel í New Haven. Stöð 2 „Maður getur auðvitað bara hannað lífið, eins og maður vill hafa það,“ segir Einar Sævarsson frumkvöðull og einn af stofnendum midi.is sem flutti ásamt eiginkonu sinni Ólöfu Viktorsdóttur svæfingarlækni og sonum til New Haven í Bandaríkjunum í miðjum heimsfaraldri. „Alltaf þegar maður fer í gegnum svona umskipti, þá eru ný tækifæri til að setja nýja rútínu og við sögðum: Eitt af því sem við ætlum að gera í Bandaríkjunum er að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hverja einustu helgi saman sem fjölskylda.“ Ólöf segir að heima á Íslandi hafi þau hins vegar verið að gera margt - án barnanna. Við flutningana hafi þau því gert með sér hálfgerðan lífssamning um að hafa það gaman - með krökkunum. „Þetta er pínu svona eins og Kaninn segir, þetta work hard, play hard módel“ segir Einar. Í nýjasta þætti af „Hvar er best að búa?“ heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Einar, Ólöfu og þrjá af sonum þeirra til háskólaborgarinnar New Haven í Bandaríkjunum. Þau fluttu þangað í miðjum heimsfaraldri - af því Einar vildi fara með sprotafyrirtækið sitt Activity Stream nær bandaríska afþreyingarmarkaðnum og leikhúsunum á Broadway. Strategían heppnaðist, en þó ekki eins og hann hafði reiknað með eins og fram kemur í þættinum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld eftir fréttir. Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á fiðluleik, taílenskri bardagalist, lækningum, veitingastaðarekstri, heimasíðugerð, forritun, frumkvöðlastarfsemi og almennri athafnasemi og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl, fjallakofa og þorpi á La Palma, Menorca og Jótlandi og í Ísrael, New Haven, Edinborg, Tékklandi og Taílandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Sigurður Kristinn Ómarsson og Hjördís Ósk Kristjánsdóttir hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Íslendingar erlendis Bandaríkin Hvar er best að búa? Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira
„Alltaf þegar maður fer í gegnum svona umskipti, þá eru ný tækifæri til að setja nýja rútínu og við sögðum: Eitt af því sem við ætlum að gera í Bandaríkjunum er að við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt hverja einustu helgi saman sem fjölskylda.“ Ólöf segir að heima á Íslandi hafi þau hins vegar verið að gera margt - án barnanna. Við flutningana hafi þau því gert með sér hálfgerðan lífssamning um að hafa það gaman - með krökkunum. „Þetta er pínu svona eins og Kaninn segir, þetta work hard, play hard módel“ segir Einar. Í nýjasta þætti af „Hvar er best að búa?“ heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Einar, Ólöfu og þrjá af sonum þeirra til háskólaborgarinnar New Haven í Bandaríkjunum. Þau fluttu þangað í miðjum heimsfaraldri - af því Einar vildi fara með sprotafyrirtækið sitt Activity Stream nær bandaríska afþreyingarmarkaðnum og leikhúsunum á Broadway. Strategían heppnaðist, en þó ekki eins og hann hafði reiknað með eins og fram kemur í þættinum sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld eftir fréttir. Stiklu úr þættinum má sjá í spilaranum hér að neðan: Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á fiðluleik, taílenskri bardagalist, lækningum, veitingastaðarekstri, heimasíðugerð, forritun, frumkvöðlastarfsemi og almennri athafnasemi og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl, fjallakofa og þorpi á La Palma, Menorca og Jótlandi og í Ísrael, New Haven, Edinborg, Tékklandi og Taílandi. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson, klippingu önnuðust Sigurður Kristinn Ómarsson og Hjördís Ósk Kristjánsdóttir hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2.
Íslendingar erlendis Bandaríkin Hvar er best að búa? Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Sjá meira