„Við þurfum að stofna íslenskan her“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2023 19:56 Arnór hefur mikla reynslu af störfum tengdum varnarmálum Íslands. Hann telur að koma þurfi á fót íslenskum her. Vísir/Ívar Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur ekki þörf á því; ef auka ætti fjárframlög til varnarmála væri þeim betur varið í annað en íslenskan her. Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira
Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Fleiri fréttir Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Sjá meira