„Af hverju í ósköpunum fær þessi maður að endurtaka þetta aftur og aftur?“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. mars 2023 15:39 Atvikið átti sér stað fyrir tæpri viku í Keflavík. Maðurinn dró einn drengjanna inn til sín og hélt honum föngnum í tíu mínútur eða þar til faðir annars drengs braut rúðu á útidyrahurð mannsins til að komast inn og ná drengnum út. Vísir/Vilhelm Móðir drengs sem var í hóp þeirra sem maður sat um og réðst á í síðustu viku eftir að þeir höfðu gert dyraat á heimili hans, segir málið galið og grafalvarlegt. Hún er hrædd um að álíka atvik muni koma fyrir aftur, verði ekkert aðhafst. Maðurinn dró einn drengjanna inn til sín og hélt honum föngnum í tíu mínútur eða þar til faðir annars drengs braut rúðu á útidyrahurð mannsins til að komast inn og ná drengnum út. Maðurinn hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Drengirnir eru ellefu ára gamlir en maðurinn er á sjötugsaldri. Atvikið átti sér stað á sunnudagskvöld fyrir tæpri viku. Drengirnir gerðu dyraat hjá manninum og í kjölfarið sat hann fyrir þeim, réðst á einn drengjanna, dró hann inn á heimili sitt og læsti hann þar inni. Faðir annars drengs braut rúðu á útidyrahurð hússins og tókst að koma drengnum út af heimili mannsins. Segir manninn hafa setið fyrir drengjunum í þrjátíu mínútur Foreldrar drengjanna tóku ákvörðun í sameiningu um að ræða ekki við fréttamenn. Móðir eins þeirra hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og veitti Vísi leyfi til að fjalla um efni færslunnar. Maðurinn sem um ræðir er búsettur í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni.Vísir/Egill Í færslunni segir konan að drengirnir hafi ekki haft hugmynd um að andlega veik hjón byggju í umræddu húsi, þeir hafi einfaldlega verið óheppnir. Hún tekur fram að þetta hafi ekki gerst í hita leiksins, líkt og hún orðar það, heldur hafi maðurinn leitað að drengjunum og setið fyrir þeim í að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Hún minnir á að ofbeldi eigi aldrei rétt á sér og að drengirnir séu ellefu ára gamlir. Á sér sögu um ofbeldi af sama tagi „Síðast en ekki síst langar mig að minnast á okkur sem samfélag,“ skrifar móðirin í færslunni. „Af hverju í ósköpunum fær þessi maður að endurtaka þetta aftur og aftur?“ Ástæða þess að móðirin veltir þessu upp er líklega sú að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem maðurinn er ákærður fyrir brot af þessu tagi. Árið 2008 var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á sautján ára dreng sem einnig hafði verið að gera dyraat hjá honum. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa numið fimmtán ára dreng á brott í bíl sínum sama ár. „Við vitum öll hver hann er og hvað hann hefur gert, það er langt frá því talið á annarri hendi hversu oft hann hefur beitt barn ofbeldi og hvenær er nóg komið,“ skrifar móðirin í færslunni. Samt spjöllum við í búðinni og bara alls staðar! Þar á meðal ég sjálf Galið og grafalvarlegt mál Konan segir marga hafa hlegið af manninum og sögunum af honum undanfarna daga, en telur að þeir myndu ekki hlæja ef það hefðu verið þeirra börn sem lentu í honum. „Að horfa uppá strákana sína í svona mikilli hræðslu og geðshræringu var ekki auðvelt og endilega prófum að setja okkur í þessi spor!“ Hún lýsir því að drengurinn hafi verið eltur uppi af ókunnugum manni, felldur niður í jörðina og dreginn inn í ókunnugt hús. „Ég allavega myndi tryllast af hræðslu, og ekki gleyma, þeir eru 11 ára,“ skrifar konan. Hún endar færsluna á þessum orðum: Og svo vinirnir sem horfa uppá vin sinn dreginn í burtu! Þetta er galið og grafalvarlegt mál! Og einhvern veginn þarf að stoppa þennan mann! Þetta mun koma fyrir aftur ef það verður ekki gert. Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Kærður fyrir líkamsárás gegn dreng sem gerði dyraat Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. 1. mars 2023 20:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Maðurinn hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Drengirnir eru ellefu ára gamlir en maðurinn er á sjötugsaldri. Atvikið átti sér stað á sunnudagskvöld fyrir tæpri viku. Drengirnir gerðu dyraat hjá manninum og í kjölfarið sat hann fyrir þeim, réðst á einn drengjanna, dró hann inn á heimili sitt og læsti hann þar inni. Faðir annars drengs braut rúðu á útidyrahurð hússins og tókst að koma drengnum út af heimili mannsins. Segir manninn hafa setið fyrir drengjunum í þrjátíu mínútur Foreldrar drengjanna tóku ákvörðun í sameiningu um að ræða ekki við fréttamenn. Móðir eins þeirra hefur tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum og veitti Vísi leyfi til að fjalla um efni færslunnar. Maðurinn sem um ræðir er búsettur í Reykjanesbæ. Myndin er úr safni.Vísir/Egill Í færslunni segir konan að drengirnir hafi ekki haft hugmynd um að andlega veik hjón byggju í umræddu húsi, þeir hafi einfaldlega verið óheppnir. Hún tekur fram að þetta hafi ekki gerst í hita leiksins, líkt og hún orðar það, heldur hafi maðurinn leitað að drengjunum og setið fyrir þeim í að minnsta kosti þrjátíu mínútur. Hún minnir á að ofbeldi eigi aldrei rétt á sér og að drengirnir séu ellefu ára gamlir. Á sér sögu um ofbeldi af sama tagi „Síðast en ekki síst langar mig að minnast á okkur sem samfélag,“ skrifar móðirin í færslunni. „Af hverju í ósköpunum fær þessi maður að endurtaka þetta aftur og aftur?“ Ástæða þess að móðirin veltir þessu upp er líklega sú að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem maðurinn er ákærður fyrir brot af þessu tagi. Árið 2008 var hann ákærður fyrir að hafa ráðist á sautján ára dreng sem einnig hafði verið að gera dyraat hjá honum. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir að hafa numið fimmtán ára dreng á brott í bíl sínum sama ár. „Við vitum öll hver hann er og hvað hann hefur gert, það er langt frá því talið á annarri hendi hversu oft hann hefur beitt barn ofbeldi og hvenær er nóg komið,“ skrifar móðirin í færslunni. Samt spjöllum við í búðinni og bara alls staðar! Þar á meðal ég sjálf Galið og grafalvarlegt mál Konan segir marga hafa hlegið af manninum og sögunum af honum undanfarna daga, en telur að þeir myndu ekki hlæja ef það hefðu verið þeirra börn sem lentu í honum. „Að horfa uppá strákana sína í svona mikilli hræðslu og geðshræringu var ekki auðvelt og endilega prófum að setja okkur í þessi spor!“ Hún lýsir því að drengurinn hafi verið eltur uppi af ókunnugum manni, felldur niður í jörðina og dreginn inn í ókunnugt hús. „Ég allavega myndi tryllast af hræðslu, og ekki gleyma, þeir eru 11 ára,“ skrifar konan. Hún endar færsluna á þessum orðum: Og svo vinirnir sem horfa uppá vin sinn dreginn í burtu! Þetta er galið og grafalvarlegt mál! Og einhvern veginn þarf að stoppa þennan mann! Þetta mun koma fyrir aftur ef það verður ekki gert.
Ofbeldi gegn börnum Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Kærður fyrir líkamsárás gegn dreng sem gerði dyraat Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. 1. mars 2023 20:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kærður fyrir líkamsárás gegn dreng sem gerði dyraat Karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið kærður fyrir frelsissviptingu og líkamsárás gegn barni. Maðurinn er sakaður um að hafa setið fyrir hópi ellefu ára drengja sem gerði dyraat á heimili hans, ráðist að einum drengjanna og læst hann inni. 1. mars 2023 20:41