Innlent

Þrjár konur frá Bólivíu dæmdar til fangelsis­vistar fyrir að hafa fram­vísað fölskum skil­ríkjum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þær i 45 daga óskilorðsbundið fangelsi.
Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi þær i 45 daga óskilorðsbundið fangelsi. Vísir/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt þrjár konur frá Bólivíu til fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar fyrir skjalafals. Konurnar framvísuðu fölsuðum persónuskilríkjum við komu sína til Íslands í nóvember á síðasta ári.

Konurnar eru allar ríkisborgarar Bólívíu en framvísuðu fölsuðum dvalarleyfisskírteinum frá Portúgal við komuna til landsins. Í dómsorðum kemur fram að úrlausn málanna hafi litið að því hvort ákærðu hafi vitað að skilríkin væru í raun fölsuð og hafi vísvitandi reynt að blekkja landamæraverði.

Framburður þeirra var metinn ótrúverðugur en þær sögðust hafa fengið skilríkin á ferðaskrifstofu í Bólivíu þar sem þær keyptu farmiðana til Íslands. Konurnar fengu einnig útgefið dvalarleyfisskírteini í Evrópu á ferðaskrifstofunni.

Sáu á Youtube að Ísland væri öruggur staður

Framburður kvennanna var misvísandi í skýrslutöku lögreglu og fyrir dómi þegar þær voru spurðar um tilgang ferðarinnar til Íslands. Við aðalmeðferð málsins sögðust konurnar hafa hist fyrir tilviljun á ferðalagi í Dublin og að þær hafi í kjölfarið ákveðið að ferðast saman til Íslands. Dómara þótti sú skýring ótrúverð.

Sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína

Ein kvennanna sagðist hafa horft á myndbönd á Youtube og séð að Ísland vær öruggur staður. Tvær kvennanna sögðust vera að flýja fyrrum eiginmenn sína og önnur þeirra tók fram að kvennamorð væru afar algeng í Bólivíu.

Konurnar voru handteknar í Leifsstöð við komuna til landsins.Vísir/Vilhelm

Konurnar neituðu allar sök og sögðust hafa haldið að um löglega pappíra væri að ræða, þrátt fyrir að dvalarskírteinið hafi verið gefið út á portúgölsku. Auk fjörutíu og fimm daga óskilorðsbundinnar fangelsvistar voru konurnar dæmdar til að greiða laun verjanda sinna, um 240 þúsund krónur hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×