„Þetta var torsóttur sigur“ Hinrik Wöhler skrifar 3. mars 2023 21:51 Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss. Vísir/Diego Selfyssingar sigruðu ÍR á Selfossi í kvöld 32-30. Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var sáttur með tveggja marka sigur og halda Selfyssingar áfram að klífa upp töfluna. Selfyssingar leiddu gott sem allan leikinn en náðu aldrei að slíta sig frá baráttuglöðum ÍR-ingum. „Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld. Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
„Tilfinningin er fín, þetta var erfitt og við vissum það. Þetta er örugglega ekki besti leikurinn hjá okkur í vetur en við erum virkilega sáttir með að taka tvö stig á móti sprækum ÍR-ingum, það er ekki spurning,“ sagði Þórir Ólafsson eftir leikinn á Selfossi í kvöld. „Við vorum aðeins að rótera en við misstum Sverri Pálsson út varnarlega og Guðmundur Hólmar gat ekki verið mikið með. Þá voru aðrir sem þurftu að stíga inn í önnur hlutverk, bæði varnarlega og sóknarlega, og við leystum það. Til að byrja með vorum við í erfiðleikum sóknarlega en varnarlega náðum við að standa nokkuð vel. Þetta var torsóttur sigur, en heilt yfir er ég sáttur.“ Selfyssingar spiluðu á mörgum leikmönnum í kvöld og er Þórir óhræddur við að kasta mönnum út í djúpu laugina. „Þetta er eins og mig langar að spila, hafa menn ferska og geta róterað. Ungu strákarnir fá tækifæri hjá mér og það er þeirra að nýta það og þeir hafa svo sem gert það í vetur. Það er alveg nauðsynlegt að fá þessar auka mínútur í hvíld fyrir þá sem eru að spila meira, það munar um hverjar fimm til tíu mínútur í hvorum hálfleik. Mér finnst gaman að rótera mönnum og sérstaklega þegar það gengur upp,“ sagði Þórir en gott sem allir leikmenn Selfyssinga komu við sögu í kvöld. Samkvæmt leikjaplani HSÍ er næsti leikur Selfyssinga settur 25. mars á móti Val, þó að dagsetningin geti breyst, er ljóst að það er langt í næsta leik fyrir Þóri og lærisveina. „Það verður lyftingar og rólegheit næstu viku en svo förum við að æfa eðlilega eftir það og koma mönnum í keppnisgír.“ Olís-deildin er gríðarlega jöfn um þessar mundir en fjögur lið eru jöfn með 21 stig, þar á meðal Selfoss, og raða liðin sér í þriðja til sjötta sæti. „Við eigum erfitt prógram eftir, Valur er næsti leikur og eigum eftir að spila við FH, Stjörnuna og Aftureldingu. Öll liðin sem eru í kringum og fyrir ofan okkur. Við þurfum bara að ná í punkta ef við ætlum okkur að klífa hærra í töflunni. Ég sé alveg tækifæri í öllum leikjunum eins og þetta hefur verið í vetur. Við þurfum bara að vera vel gíraðir og ná sókninni og vörninni betur fyrir næstu fjóra leiki,“ sagði Þórir að lokum eftir leikinn í kvöld.
Olís-deild karla UMF Selfoss ÍR Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍR 32-30 | Selfyssingar enn í baráttunni um heimavallarétt Selfoss vann mikilvægan tveggja marka sigur er liðið tók á móti ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 32-30. Sigurinn þýðir að Selfyssingar eru enn í harðri baráttu um eitt af efstu fjórum sætum deildarinnar, en ÍR-ingar færast nær falli. 3. mars 2023 21:00